Siðanefnd Alþingis sæmd Tréfætinum

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, var ekki talinn brotlegur vegna …
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, var ekki talinn brotlegur vegna ummæla sinna um aksturgreiðslur Ásmundar Friðrikssonar. Það var Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, flokkssystir hans, hins vegar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Siðanefnd Alþing­is var á aðal­fundi Pírata í dag sæmd Tré­fæt­in­um, háðung­ar­verðlaun­um sem veitt eru ár­lega. Greint er frá verðlaun­un­um á fés­bók­arsíðu Pírata, en þar seg­ir að verðlaun­in séu veitt þeim sem hafi „óvart og án þess að ætla sér það aukið við fylgi eða styrkt málstað“ flokks­ins. Kem­ur einnig fram að siðanefnd­in hafi átt í harðri sam­keppni við Vig­dísi Hauks­dótt­ur og Eyþór Arn­alds borg­ar­full­trúa.

At­hygli vakti í vor er siðanefnd komst að þeirri niður­stöðu að Þór­hild­ur Sunna hefði gerst brot­leg við siðaregl­ur með um­mæl­um sín­um „rök­studd­ur grun­ur um það að Ásmund­ur Friðriks­son hafi dregið sér fé“ eft­ir að upp komst að Ásmund­ur hafði þegið rausn­ar­leg­ar akst­urs­greiðslur upp á 4,6 millj­ón­ir króna árið 2017 og virti ekki til­mæli þings­ins um að nota bíla­leigu­bíl þegar akst­ur færi um­fram til­tekið viðmið. Reiknaði Fé­lag ís­lenskra bif­reiðaeig­enda út að kostnaður Ásmund­ar af akstr­in­um næmi ein­ung­is rétt­um tveim­ur millj­ón­um króna.

Um­mæli Þór­hild­ar Sunnu féllu í þætt­in­um Silfr­inu á RÚV þar sem rætt var um þá staðreynd að Ásmund­ur hefði, að eig­in frum­kvæði, end­ur­greitt reikn­inga sem hann hafði áður fengið greidda af þing­inu vegna akst­urs í eig­in þágu þegar hann var við þátta­gerð fyr­ir sjón­varps­stöðina ÍNN. Bar hann við að reikn­ing­ur­inn hefði verið send­ur þing­inu fyr­ir mis­tök.

Ásmundur Friðriksson ræðir við Pál Magnússon.
Ásmund­ur Friðriks­son ræðir við Pál Magnús­son. mbl.is/​Hari

Enn rök­studd­ur grun­ur um fjár­drátt

For­sæt­is­nefnd hafði áður kom­ist að þeirri niður­stöðu að ekk­ert gæfi til kynna að fram­ferði Ásmund­ar hefði brotið í bága við siðaregl­ur og sá ekki ástæðu til að senda málið til siðanefnd­ar. For­sæt­is­nefnd var ein­mitt önn­ur í kosn­ing­unni um Tré­fót­inn og munaði ein­ung­is einu at­kvæði að hún hreppti hnossið.

Í sam­tali við mbl.is seg­ir Björn Leví Gunn­ars­son, þingmaður Pírata, að hann hafi sjálf­ur greitt for­sæt­is­nefnd sitt at­kvæði. „Það er enn rök­studd­ur grun­ur um að Ásmund­ur hafi dregið sér fé,“ seg­ir hann blaðamanni og tek­ur ekki und­ir er blaðamaður viðrar áhyggj­ur sín­ar af að um­mæl­in kunni að koma hon­um illa verði þau höfð eft­ir hon­um. „Það má al­veg hafa það eft­ir mér. Það eru gögn sem styðja þann grun að þing­menn hafi skrifað á sig akst­ur þegar þeir eru ekki að sinna þing­störf­um held­ur á ferðinni sem fram­bjóðend­ur,“ seg­ir Björn Leví og rifjar upp ferð Bjarna Bene­dikts­son­ar til Grund­ar­fjarðar í aðdrag­anda þing­kosn­inga þar sem hann hugðist sækja fund sjálf­stæðismanna. Hafi Bjarni einnig boðað til op­ins fund­ar með ráðherra í bæn­um, að sögn Björns Levís til að rétt­læta það að hann gæti ferðast þangað á ráðherra­bíl.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert