309 þúsund ökutæki í umferð

Öku­tækja­floti Íslend­inga hef­ur vaxið að meðaltali um 4% milli ára allt frá ár­inu 1995. Öku­tækj­um, þ.e. bif­reiðum og bif­hjól­um sem heim­ilað er að aka á veg­um, hef­ur þar með fjölgað úr 132 þúsund í 309 þúsund. Þetta kem­ur fram í nýj­um töl­um frá Hag­stofu Íslands. Þar kem­ur fram að flest­ir eru á bens­ín­knún­um bif­reiðum. 

Smá­vægi­leg fækk­un varð fyrstu tvö árin eft­ir hrunið en vöxt­ur­inn náði sér aft­ur á strik árið 2015. Ef öku­tækj­um er skipt niður eft­ir umráðanda er hlut­ur heim­ila lang­stærst­ur. Hlut­fall heim­ila af heild­ar­bíla­flot­an­um hef­ur hins veg­ar lækkað úr 89,6% árið 1995 í 74,3% árið 2016. Mik­ill vöxt­ur var frá ár­inu 2011 til 2018 í fjölda skráðra bif­reiða hjá fyr­ir­tækj­um í leigu­starf­semi (að mestu bíla­leigu­bíl­ar). Þessi starf­semi var skráð með um 9,8% af öll­um öku­tækj­um árið 2017, þegar fjöld­inn náði há­marki.

Stærsti hluti öku­tækja á heim­il­um er knú­inn með bens­íni. Fjöldi þeirra hef­ur lítið breyst frá ár­inu 2007, á meðan öku­tækj­um sem knú­in eru með dísel, eða öðru eldsneyti, hef­ur fjölgað. Hjá fyr­ir­tækj­um í öðrum at­vinnu­grein­um en leigu­starf­semi fór fjöldi dísel­knú­inna öku­tækja fram úr fjölda bens­ín­knú­inna árið 2007. Bens­ín­knún­um öku­tækj­um fækkaði til árs­ins 2015 en fleiri dísel­knú­in öku­tæki bætt­ust í bíla­flot­ann. Hlut­fall raf­knú­inna öku­tækja og tvinn­bíla með hleðslu­getu var vart mark­tækt af heild­inni fyrr en árið 2018, en þá voru skráð 7.445 þannig öku­tæki, eða 2,4% af bíla­flot­an­um í heild. Stærst­ur hluti þeirra var skráður á heim­ili.

Öku­tækj­um sem skráð voru á heim­ili hef­ur fjölgað frá 1995 til árs­ins 2018. Þetta þýðir að fjög­un öku­tækja er um­fram fólks­fjölg­un í land­inu.

Miðgildi á akstri heim­il­is­bíla er svipað eða lægra en miðgildi akst­urs flestra at­vinnu­greina. Öku­tæki í sum­um at­vinnu­grein­um eru einnig um­tals­vert þyngri en hjá heim­il­um og eyða því meira eldsneyti á hvern ek­inn kíló­metra. Af þessu leiðir að þrátt fyr­ir að 74,3% öku­tækja séu skráð á heim­ili nam eldsneyt­is­notk­un þeirra aðeins 58% af heild­ar­eldsneyt­is­notk­un bíla­flot­ans.

Sjá nán­ar hér

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert