Með því að taka upp nýtt ljósastýringarkerfi er hægt að flýta umferð einkabíla um 15% og draga úr tafatíma við ljós um 50%.
Þetta segir Ólafur Kr. Guðmundsson, umferðarsérfræðingur og varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Borgarfulltrúar flokksins munu á morgun leggja fram tillögu á fundi borgarstjórnar um að innleiða nýja tækni í umferðarstýringu, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.