Hibbi bíður þess að vera dreginn á haf út

Háhyrningurinn strand við Þórshöfn.
Háhyrningurinn strand við Þórshöfn.

Hræ háhyrningsins sem strandaði við höfnina við Þórshöfn á Langanesi á föstudagskvöldið liggur enn í fjöruborðinu þar.

Til stóð að draga hræ háhyrningsins, sem félagar í björgunarsveitinni Hafliða á Þórshöfn kölluðu Hibba, á haf á háflóði í gær og átti báturinn Gunnar KG að draga það. Frá því þurfti að hverfa vegna slæmra veðurskilyrða en takist ekki að fara nógu langt út með hræið getur það rekið aftur upp í fjöru.

Fyrst varð vart við háhyrninginn á föstudagskvöldið við grjótgarð í Þórshafnarhöfn. Illa gekk að stugga honum úr höfninni því hann leitaði aftur inn í hana. Að lokum tókst björgunarsveitinni að stugga honum úr höfninni og út fyrir varnargarðinn sem þar er. Morguninn eftir fannst hann dauður í fjörunni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert