Íslendingum heldur áfram að fjölga

Íslendingar með skráða búsetu hér á landi eru 361.798 talsins.
Íslendingar með skráða búsetu hér á landi eru 361.798 talsins. mbl.is/Kristinn Magnússon

Íbúum Reykjavíkur fjölgaði um 1.630 á tímabilinu frá 1. desember 2018 til 1. september sl. og er þetta hlutfallsleg fjölgun upp á 1,3%. Þau sveitarfélög sem næst komu voru Kópavogur með 604 íbúa eða 1,6% fjölgun og Reykjanesbær með 446 íbúa eða 2,4% fjölgun. Þetta kemur fram á vef Þjóðskrár Íslands

Íbúum Borgarfjarðarhrepps fjölgaði hlutfallslega mest eða um 9,2%, um sex íbúa eða úr 109 í 119 íbúa. Hins vegar fækkaði íbúum hlutfallslega mest í Langanesbyggð, um 5,5%, og í Hvalfjarðarsveit um 5,1%. Íbúum fækkaði í 16 af 72 sveitarfélögum landsins frá 1. desember síðastliðnum. 

Hinn 1. september sl. voru 361.798 einstaklingar skráðir með búsetu hér á landi samkvæmt skráningu Þjóðskrár Íslands. Íbúum fjölgaði um 5.127 frá 1. desember til 1. september.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert