Lömbin koma væn úr fjallhögum

Fjársafnið af Austurfjöllum var rekið vestur yfir Námafjall til Hlíðaréttar …
Fjársafnið af Austurfjöllum var rekið vestur yfir Námafjall til Hlíðaréttar við Reykjahlíð í Mývatnssveit ígær. Stemning var meðal fólks og fjár, einstaka kindum lá svo á að komast inn í réttina að þær stukku yfir hópinn. mbl.is/Birkir Fanndal

Fyrstu réttir haustsins voru um helgina og sláturhúsin eru að hefja sauðfjárslátrun. Stjórnendur sláturhúsa sem byrjuð eru að slátra láta vel af lömbunum en segja það mismunandi eftir svæðum hvernig bændur lýsi stöðunni.

Meðalfallþungi er þó væntanlega ekki jafn mikill og á síðasta ári, en þá var hann með því besta sem sést hefur.

Réttað var á stöku stað á Norðurlandi um helgina, aðallega í Mývatnssveit og Bárðardal. Fyrsta stóra réttahelgin verður um komandi helgi, eins og sjá má á réttalista sem birtur er á vef Bændablaðsins, bbl.is, en þá verður réttað í flestum héruðum norðanlands. Stóru fjárréttirnar á Suðurlandi verða síðan um miðjan mánuðinn.

Stóðréttir verða seinnihluta mánaðarins og fram í október. Frægasta stóðréttin, Laufskálarétt í Skagafirði, verður 28. september.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert