Færst hefur í aukana að fólk komi með ílát í verslanir á borð við fisk- og ísbúðir og komist þannig hjá því að fá matvöruna í einnota plastumbúðum.
Með árvekniátakinu Plastlaus september er vakin athygli á þeim umhverfisskaða sem notkun einnota plasts veldur og hvatt til að draga úr plastnotkun.
Aron Elí Helgason, verslunarstjóri í fiskverslun Hafsins, segir að talsvert sé um að fólk komi með eldföst mót og potta í verslunina þegar það kaupir fisk „Okkur finnst þetta frábært,“ segir hann í fréttaskýringu um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.