Með sjötíu ár að baki kvaddi Raggi Bjarna stóra sviðið

Raggi Bjarna og Katrín Halldóra Sigurðardóttir á tónleikunum í gærkvöldi.
Raggi Bjarna og Katrín Halldóra Sigurðardóttir á tónleikunum í gærkvöldi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Stórsöngvarinn Raggi Bjarna kvaddi stóra sviðið með stórtónleikum í Eldborgarsal Hörpu í gærkvöldi fyrir troðfullu húsi aðdáenda.

Fjöldi söngvara lagði Ragga lið, þeirra á meðal Katrín Halldóra Sigurðardóttir, söng- og leikkona, sem sést hér í miðri sveiflu með honum.

Fyrir tónleikana sagði Raggi að helst vildi hann þakka Guði fyrir að röddin héldist þrátt fyrir að annað sem við kæmi skrokknum væri farið að segja til sín. „Röddin heldur. Svo lengi sem hún gerir það syng ég,“ sagði hann. Raggi verður áttatíu og fimm ára síðar í mánuðinum. Hann var fimmtán ára þegar hann kom fyrst fram og spannar því ferillinn sjötíu ár.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert