Þjófar og ökumenn í vímu

Lög­regl­an hand­tók mann í aust­ur­hluta Reykja­vík­ur (hverfi 108) á ní­unda tím­an­um í gær­kvöldi sem er grunaður um þjófnað en hann var með mikið magn af vör­um sem hann gat ekki gert grein fyr­ir. Maður­inn er vistaður fyr­ir rann­sókn máls í fanga­geymslu lög­reglu.

Í nótt var til­kynnt til lög­regl­unn­ar um yf­ir­stand­andi  inn­brot í íbúðar­hús­næði í Kópa­vog­in­um (hverfi 203).  Tveir menn voru hand­tekn­ir grunaðir um inn­brotið og eru þeir vistaðir fyr­ir rann­sókn máls í fanga­geymslu lög­reglu.

Tveir menn voru síðan hand­tekn­ir á Skóla­vörðuholt­inu seint í gær­kvöldi en þeir eru grunaðir um þjófnað úr bif­reið og eigna­spjöll. Menn­irn­ir eru vistaðir fyr­ir rann­sókn máls í fanga­geymslu lög­reglu. 

Til­kynnt um þjófnað á far­tölvu frá veit­inga­húsi í miðborg­inni í nótt og voru tveir menn hand­tekn­ir skömmu síðar með þýfið og eru þeir vistaðir fyr­ir rann­sókn máls í fanga­geymslu lög­reglu. 

Lög­regl­unni barst ábend­ing um ölvaðan mann sof­andi í bif­reið í nótt og vakti lög­regla mann­inn. Bif­reiðin reynd­ist vera ótryggð og voru skrán­ing­ar­núm­er því klippt af.  Þar sem bif­reiðinni var lagt ólög­lega var hún fjar­lægð með drátt­ar­bif­reið, að því er fram kem­ur í dag­bók lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu.

Fjór­ir öku­menn voru stöðvaðir fyr­ir akst­ur und­ir áhrif­um vímu­efna. Tveir þeirra voru und­ir áhrif­um fíkn­i­nefna en tveir áfeng­is. Einn þeirra hafði þar að auki verið svipt­ur öku­rétt­ind­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka