Sjálfstæðisflokkurinn leggur í dag fram tillögu þess efnis að borgarstjórn feli umhverfis- og skipulagssviði að undirbúa útboð vegna ljósastýringar og snjallvæðingar í umferðarstýringu.
Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir þetta vera fljótvirkustu, ábatasömustu og nútímalegustu lausnina sem hægt er að fara í til að bæta samgöngur.
Samtök iðnaðarins segja 15% minnkun í umferðartöfum í höfuðborginni með ljósastýringu skila um 80 milljörðum króna í ábata fyrir fyrirtæki og heimili á líftíma fjárfestingarinnar, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.