„Níu milljónum klukkustunda sóað“

Með skilvirkri ljósastýringu er tryggt að umferðin gangi betur fyrir …
Með skilvirkri ljósastýringu er tryggt að umferðin gangi betur fyrir sig innan þeirra samgöngumannvirkja sem eru til staðar að sögn SI. mbl.is/​Hari

Áætla má að um níu millj­ón­um klukku­stunda verði sóað í um­ferðartaf­ir inn­an höfuðborg­ar­inn­ar á ár­inu 2019. Þar er m.a. horft til niðurstaðna úr ný­legu um­ferðarlíkani VSÓ fyr­ir höfuðborg­ar­svæðið og um­ferðarmæl­inga Vega­gerðar­inn­ar.

Þetta kem­ur fram í nýrri grein­ingu Sam­taka iðnaðar­ins þar sem fjallað er um um­ferðartaf­ir inn­an höfuðborg­ar­inn­ar.

Fram kem­ur að sá tími sem sóað er valdi tölu­verðum um­fram­kostnaði en áætla megi t.d. að fyr­ir­tæki borg­ar­inn­ar verji tæp­lega 10 millj­örðum í óþarfa launa­kostnað vegna þessa á ár­inu 2019 sem birt­ist í hærra verðlagi en ella og minni fram­leiðni.

Til viðbót­ar komi auk­inn kostnaður og skert lífs­gæði þeirra sem ferðist í frí­tíma.

Eins og greint hef­ur verið frá á mbl.is ligg­ur fyr­ir stjórn Reykja­vík­ur­borg­ar til­laga um að borg­ar­stjórn feli um­hverf­is- og skipu­lags­sviði að und­ir­búa útboð vegna ljós­a­stýr­ing­ar og snjall­væðing­ar í um­ferðar­stýr­ingu. Fram kem­ur að áætlaður stofn­kostnaður sé um 1,5 millj­arðar en ávinn­ing­ur sé áætlaður 15% tímasparnaður fyr­ir einka­bíla, 50% minni biðtími öku­tækja í biðröðum og 20% meira flæði al­menn­ings­sam­gangna.

„Arðsemi ljós­a­stýr­inga gæti verið tölu­verð en það er mat Sam­taka iðnaðar­ins að 15% minnk­un í um­ferðart­öf­um í höfuðborg­inni með ljós­a­stýr­ingu muni skila um 80 millj­örðum í ábata fyr­ir fyr­ir­tæki og heim­ili á líf­tíma fjár­fest­ing­ar­inn­ar. Eru þar ótald­ir aðrir ábataþætt­ir á við minni loft­meng­un og sparnað í öðrum akst­urs­kostnaði.“

Sam­tök iðnaðar­ins segja að arðsemi ljós­a­stýr­inga á höfuðborg­ar­svæðinu gæti verið tölu­verð en það er mat SI að 15% minnk­un í um­ferðart­öf­um í höfuðborg­inni með ljós­a­stýr­ingu muni skila um 80 millj­örðum í ábata fyr­ir fyr­ir­tæki og heim­ili á líf­tíma fjár­fest­ing­ar­inn­ar.

Hlutdeild einkabílsins er nú 79% eða 4% hærri en árið …
Hlut­deild einka­bíls­ins er nú 79% eða 4% hærri en árið 2012. mbl.is/Á​rni Sæ­berg
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert