Ómar Friðriksson
Kennarasamband Íslands (KÍ) og Samband íslenskra sveitarfélaga hafa undirritað samkomulag um endurskoðaða viðræðuáætlun vegna komandi kjarasamninga og að formlegum kjaraviðræðum verði frestað fram í október.
Samkomulagið nær til fimm aðildarfélaga KÍ sem hafa staðið saman í viðræðunum við sveitarfélögin og fá félagsmenn þeirra í fullu starfi 105 þúsund króna eingreiðslu, sem greidd verði út 1. nóvember.
Er eingreiðslan hugsuð sem hluti af fyrirhuguðum launabreytingum á gildistíma endurnýjaðra samninga og er sagður vera sameiginlegur skilningur viðsemjendanna á því að eingreiðslan verði metin sem hluti af kostnaðaráhrifum næstu samninga að því er fram kemur á vefsíðu KÍ. Upphæð eingreiðslunnar greiðist hlutfallslega miðað við starfstíma og starfshlutfall félagsmanna.
Í Morgunblaðinu í dag segir, að í viðræðuáætluninni sé nú stefnt að undirritnun nýrra kjarasamninga fyrir 30. nóvember.