Fresta viðræðum

Ragnar Þór Pétursson formaður Kennarasambands Íslands.
Ragnar Þór Pétursson formaður Kennarasambands Íslands. mbl.is/Sigurður Bogi

Kenn­ara­sam­band Íslands (KÍ) og Sam­band ís­lenskra sveit­ar­fé­laga hafa und­ir­ritað sam­komu­lag um end­ur­skoðaða viðræðuáætlun vegna kom­andi kjara­samn­inga og að form­leg­um kjaraviðræðum verði frestað fram í októ­ber.

Sam­komu­lagið nær til fimm aðild­ar­fé­laga KÍ sem hafa staðið sam­an í viðræðunum við sveit­ar­fé­lög­in og fá fé­lags­menn þeirra í fullu starfi 105 þúsund króna ein­greiðslu, sem greidd verði út 1. nóv­em­ber.

Er ein­greiðslan hugsuð sem hluti af fyr­ir­huguðum launa­breyt­ing­um á gild­is­tíma end­ur­nýjaðra samn­inga og er sagður vera sam­eig­in­leg­ur skiln­ing­ur viðsemj­endanna á því að ein­greiðslan verði met­in sem hluti af kostnaðaráhrif­um næstu samn­inga að því er fram kem­ur á vefsíðu KÍ. Upp­hæð ein­greiðslunn­ar greiðist hlut­falls­lega miðað við starfs­tíma og starfs­hlut­fall fé­lags­manna.

Í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir, að í viðræðuáætlun­inni sé nú stefnt að und­ir­ritn­un nýrra kjara­samn­inga fyr­ir 30. nóv­em­ber.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert