Þorgerður Anna Gunnarsdóttir
„Við fundum bara hjá okkur þörf til að fagna fjölbreytileikanum í dag og vildum sýna það með því að flagga,“ segir Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania. Fánum fyrirtækisins var skipt út fyrir hinseginfána við höfuðstöðvarnar í Guðrúnartúni í morgun.
Ægir Már vill ekki tjá sig sérstaklega um hvers vegna dagurinn í dag var valinn, en hægt er að geta sér til um að heimsókn Mikes Pence, varaforseta Bandaríkjanna, í Höfða síðar í dag sé tilefnið.
Efling stéttarfélag hefur einnig dregið hinseginfána að húni við sínar höfuðstöðvar í Guðrúnartúni.
Fjöldi félagasamtaka, þar á meðal Samtökin '78, hafa boðað til mótmæla vegna heimsóknar Pence, en hann er umdeildur vegna skoðana sinna, svo sem á friðar- og afvopnunarmálum, kvenfrelsismálum, málefnum hinseginfólks, á sviði umhverfisverndar og framkomu við flóttafólk.
Flott @Advania_is pic.twitter.com/0HyQgzXUuW
— Friðjón Friðjónsson (@fridjon) September 4, 2019