Marglyttur ekki af stað í dag

„Þær eru duglegar að fara í sjóinn að æfa sig …
„Þær eru duglegar að fara í sjóinn að æfa sig og eru tilbúnar um leið og kallið kemur.“ Ljósmynd/Aðsend

„Við bíðum eftir að veðurglugginn opnist,“ segir Gréta Ingþórsdóttir, annar skipuleggjenda Ermarsundssundhópsins Marglytta. Hópurinn er staddur í Dover á Englandi og bíður þess að geta lagst til sunds.

Tímarammi Marglytta til sundsins opnaðist í dag en að sögn Grétu leyfir veður ekki að þær syndi af stað í dag. „Við erum í sambandi við skipstjórann og þeir fylgjast með. Það er verið að horfa á vind, ölduhæð, strauma og flóð og fylgst með frá degi til dags.“

Marglyttur á fyrri æfingu dagsins í dag.
Marglyttur á fyrri æfingu dagsins í dag. Ljósmynd/Aðsend

Morgundagurinn lítur heldur ekki vel út til sunds en nægur tími er til stefnu þar sem Marglyttur eiga fyrsta sundrétt til 10. september. 

„Þær eru duglegar að fara í sjóinn að æfa sig og eru tilbúnar um leið og kallið kemur,“ segir Gréta að lokum.

Öll áheit sem safnast vegna sundsins renna beint til umhverfissamtakanna Bláa hersins.

Í sund­hópn­um eru Sigrún Þ. Geirs­dótt­ir, Þórey Vil­hjálms­dótt­ir, Birna Braga­dótt­ir, Hall­dóra Gyða Matth­ías­dótt­ir, Sig­ur­laug María Jóns­dótt­ir og Bryn­hild­ur Ólafs­dótt­ir og skipu­leggj­end­ur eru Soffía Sig­ur­geirs­dótt­ir og Gréta Ingþórs­dótt­ir. Lands­menn geta stutt við Mar­glytt­ur í AUR-app­inu í síma 788-9966 eða lagt inn á reikn­ing 0537-14-640972, kt. 250766-5219.

Marglyttur á myrkraæfingu í Dover í gærkvöldi.
Marglyttur á myrkraæfingu í Dover í gærkvöldi. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert