Merktu sjö hnúfubaka í Arnarfirði

Gervihnattasendir í hnúfubak í Eyjafirði.
Gervihnattasendir í hnúfubak í Eyjafirði. mbl.is/Sigurður Ægisson

Gervitunglasendum var skotið í sjö hnúfubaka í Arnarfirði í fyrradag. Nokkuð var af hnúfubak í firðinum og segist Gísli Víkingsson, hvalasérfræðingur á Hafrannsóknastofnun, áætla að fjöldinn hafi að minnsta kosti verið tvöfaldur fjöldi dýranna sem merkt voru.

Að sögn Gísla töldu heimamenn að hvalirnir hefðu verið að gæða sér á smásíld í firðinum.

Gísli segir í  Morgunblaðinu í dag að vel hafi gengið að merkja dýrin og tók verkefnið um sex tíma. Sendingar höfðu í gær borist í gegnum gervihnött um staðsetningu frá fjórum hvalanna og frá tveimur höfðu borist merki án þess að gefa upplýsingar um staðsetningu. Merki höfðu ekki borist frá sjöunda dýrinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert