Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, var ræðukóngur Alþingis á 149. löggjafarþinginu sem lauk á mánudag með afgreiðslu á þriðja orkupakkanum.
Birgir flutti 168 ræður og gerði 698 athugasemdir við ræður annarra þingmanna. Hann talaði alls í 41 klukkustund.
Þingmenn Miðflokksins verma fimm efstu sætin yfir ræðukónga síðasta þings og sjö komast inn á topp tíu, að því er fram kemur í úttekt á ræðuhöldum á Alþingi í Morgunblaðinu í dag.