Miðflokksmenn í fimm efstu sætum

Hér má sjá tvo af þingmönnum Miðflokksins sem lengst töluðu, …
Hér má sjá tvo af þingmönnum Miðflokksins sem lengst töluðu, þá Ólaf Ísleifsson og Birgi Þórarinsson. Fjær er Ari Trausti Guðmundsson, VG mbl.is/Kristinn Magnússon

Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, var ræðukóngur Alþingis á 149. löggjafarþinginu sem lauk á mánudag með afgreiðslu á þriðja orkupakkanum.

Birgir flutti 168 ræður og gerði 698 athugasemdir við ræður annarra þingmanna. Hann talaði alls í 41 klukkustund.

Þingmenn Miðflokksins verma fimm efstu sætin yfir ræðukónga síðasta þings og sjö komast inn á topp tíu, að því er fram kemur í úttekt á ræðuhöldum á Alþingi í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert