Mótmæltu komu Pence

Mótmælin hófust kl. 18.30
Mótmælin hófust kl. 18.30 mbl.is/Kristinn Magnússon

Talsverður mannfjöldi er samankominn á Austurvelli að mótmæla komu Mikes Pence, varaforseta Bandaríkjanna, til landsins. Fjölmargir með regnbogafánann meðferðis og mótmælaspjöld. Mótmælin hófust kl. 17.30 í dag undir yfirskriftinni partý gegn Pence. 

„Stefna hans og stjórnarinnar í Hvíta húsinu misbýður fjölmörgum Íslendingum. Fjöldi félagasamtaka hefur tekið höndum saman um að skipuleggja útifund sem verður vettvangur fólks til að tjá afstöðu sína til stefnu Trump-stjórnarinnar í friðar- og afvopnunarmálum, kvenfrelsismálum, málefnum hinseginfólks, á sviði umhverfisverndar og framkomu við flóttafólk.“ Þetta segir á facebooksíðu mótmælanna

Á meðal ræðumanna voru: Guttormur Þorsteinsson, formaður Samtaka hernaðarandstæðinga, María Helga Guðmundsdóttir, fv. formaður Samtakanna '78, Hildur Knútsdóttir, rithöfundur og umhverfisverndarsinni, Randi Stebbins mannréttindalögfræðingur og Isabella Rivera, innflytjandi frá Bandaríkjunum og aktívisti hjá No Borders. 

Formenn félagasamtaka héldu ræðu.
Formenn félagasamtaka héldu ræðu. mbl.is/Kristinn Magnússon
Mótmælendur komu saman við Austurvöll í dag og mótmæltu komu …
Mótmælendur komu saman við Austurvöll í dag og mótmæltu komu Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna hingað til lands. mbl.is/Kristinn Magnússon
Mótmælendur komu saman við Austurvöll í dag og mótmæltu komu …
Mótmælendur komu saman við Austurvöll í dag og mótmæltu komu Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna hingað til lands. mbl.is/Kristinn Magnússon
Mótmælin fóru friðsamlega fram.
Mótmælin fóru friðsamlega fram. mbl.is/Kristinn Magnússon
Regnbogafáninn var á lofti.
Regnbogafáninn var á lofti. mbl.is/Kristinn Magnússon
Formenn félagasamtaka héldu ræðu.
Formenn félagasamtaka héldu ræðu. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert