Efnt var til móttöku í flugskýli Geirfugls í Fluggörðum á Reykjavíkurflugvelli í gær í tilefni eitt hundrað ára afmælis flugs á Íslandi.
Meðal þeirra sem mættu á viðburðinn var Guðni Th. Jóhannesson forseti og flutti hann ávarp.
Þá var einnig afhjúpað módel af Avro 504K, fyrstu vélinni sem flaug hér, en hún hóf sig til flugs árið 1919 og var þá tekið á loft frá Vatnsmýrinni.