Horfin hjól daglegt brauð í Vesturbæ

Guðmundur Pétur Guðmundsson, lögreglufulltrúi, segir að reiðhjólaþjófnaður hafi aukist.
Guðmundur Pétur Guðmundsson, lögreglufulltrúi, segir að reiðhjólaþjófnaður hafi aukist. mbl.is/Eggert

354 reiðhjólaþjófnaðir voru skráðir hjá lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu á fyrstu átta mánuðum árs­ins og virðist sem slík­um mál­um hafi fjölgað snar­lega síðustu ár. Á sama tíma­bili á síðasta ári voru skráðir þjófnaðir 301 og 269 árið 2017.

Á face­book­hópn­um Vest­ur­bær­inn þar sem íbú­ar Vest­ur­bæj­ar ræða sín á milli um sam­eig­in­leg mál­efni tengd hverf­inu hef­ur mik­il umræða um reiðhjólaþjófnaði í hverf­inu sprottið upp. Upp á síðkastið er nán­ast dag­lega fjallað um slíkt.

„Við verðum vör við reiðhjólaþjófnað al­mennt, úti um allt. Hann virðist hafa auk­ist und­an­far­in ár,“ seg­ir Guðmund­ur Pét­ur Guðmunds­son, lög­reglu­full­trúi á lög­reglu­stöð 1 á höfuðborg­ar­svæðinu. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um lög­regl­unn­ar var mest um reiðhjólaþjófnað á svæði 101, á bil­inu 30-50 til­kynn­ing­ar það sem af er ári, en svæði 105 kem­ur næst á eft­ir. „Það er alltaf meira af öllu eft­ir því sem nær dreg­ur miðborg­inni. Það eru fleiri að stela þar,“ seg­ir Guðmund­ur Pét­ur.

Í umræðu um reiðhjólaþjófnað al­mennt hef­ur því verið velt upp hvort um skipu­lagðan þjófnað sé að ræða. Jafn­vel hvort stoln­um hjól­um sé komið fyr­ir í gám­um og þau flutt úr landi. Guðmund­ur Pét­ur seg­ir að þetta séu vanga­velt­ur enn sem komið er.

Lögreglan hefur fátt í höndunum sem bendir til skipulagðs reiðhjólaþjófnaðar. …
Lög­regl­an hef­ur fátt í hönd­un­um sem bend­ir til skipu­lagðs reiðhjólaþjófnaðar. Það eru þó vanga­velt­ur sem eiga rétt á sér að sögn lög­reglu­full­trúa. mbl.is/​Eggert

„Þær eiga rétt á sér, en við höf­um ekk­ert í hönd­un­um sem sann­ar þetta. Ein­fald­lega vant­ar okk­ur bara upp­lýs­ing­arn­ar, ef ein­hver veit, um það hver sé þá að safna í gáma o.s.frv.“ seg­ir hann, en lög­reglu hafa ekki borist slík­ar ábend­ing­ar. „Þetta eru meira bara hug­leiðing­ar, bæði hjá lög­reglu­mönn­um og borg­ur­um sem við ræðum við,“ seg­ir hann.

Pítsu­send­ill leiti rétt­ar síns eft­ir mynd­birt­ingu

Sem fyrr sagði hafa vest­ur­bæ­ing­ar áhyggj­ur af reiðhjólaþjófnaði í Vest­ur­bæ og fjöl­marg­ir biðja þar ná­granna sína að hafa aug­un opin fyr­ir horfn­um hjól­um. Einnig er að finna ábend­ing­ar um grun­sam­lega hegðun fólks og nú síðast var birt mynd af pítsu­sendli Dom­in­o's sem var sagður hafa hagað sér „grun­sam­lega“. Hann var sagður hafa snigl­ast kring­um hús áður en hjól hurfu þaðan skömmu síðar. Nokk­ur umræða skapaðist um þessa færslu og var mynd­in með færsl­unni að lok­um fjar­lægð og pítsu­send­ill­inn beðinn af­sök­un­ar sök­um þess að hann virt­ist hafa verið hafður fyr­ir rangri sök.

Þá hafði Berg­lind  Jóns­dótt­ir, markaðsfull­trúi Dom­in­o's, blandað sér í umræðuna. Hún sagði að maður­inn sem um ræddi væri traust­ur starfsmaður fyr­ir­tæk­is­ins og að hann leitaði nú rétt­ar síns. Aðspurður kvaðst Guðmund­ur Pét­ur ekki hafa heyrt af mál­inu.

Flestum hjólum hefur verið stolið á svæði 101 það sem …
Flest­um hjól­um hef­ur verið stolið á svæði 101 það sem af er þessu ári, en hverfi 105 kem­ur þar á eft­ir. mbl.is/Ó​mar

Eft­ir há­degi í dag skrifaði Hall­ur Halls­son rann­sókn­ar­lög­reglumaður færslu inn á síðuna þar sem hann sagði gott að stíga var­lega til jarðar, „þó ekki nema til að full­vissa sig að ein­hver sé ekki hafður að rangri sök“.

„Ef ein­hver tek­ur þetta á sím­ann sinn og birt­ir, þá er það al­gjör­lega á hans ábyrgð,“ seg­ir Guðmund­ur Pét­ur. „Sá sem verður fyr­ir barðinu á þessu, maður­inn á mynd­inni, hef­ur síðan full­an rétt á að leita rétt­ar síns ef hon­um finnst að sér vegið,“ seg­ir hann.

Guðmund­ur Pét­ur seg­ir að af­henda skuli lög­reglu efni úr ör­ygg­is­mynda­vél­um í eigu fólks. Þá sé óheim­ilt að mynda úti við þannig að mynda­vél­in fylg­ist með al­manna­rými.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert