Horft til framtíðar í heilbrigðismálum

mbl.is/Kristinn Magnússon

Menntun og mönnun í heilbrigðisþjónustunni, staða rannsókna og vísindastarfs og forysta til árangurs voru viðfangsefni fundar sem heilbrigðisráðherra boðaði til undir heitinu Horft til framtíðar og haldinn var í Veröld  húsi Vigdísar, síðdegis í dag.

Þar fjölluðu Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra, Alma D. Möller landlæknir og Engilbert Sigurðsson, forseti læknadeildar Háskóla Íslands, um mikilvægar stoðir heilbrigðiskerfisins í ljósi nýrrar heilbrigðisstefnu til ársins 2030, auk þess sem fjöldi fagfólks tók þátt í sófaspjalli.

Meðal þeirra sem tóku þátt í spjallinu voru Inga Þórsdóttir, forseti heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands, Sandra Bryndísardóttir Franks, formaður Sjúkraliðafélags Íslands, Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítala, Margrét Helga Ögmundsdóttir, dósent við HÍ, Sunna Snædal, formaður vísindasiðanefndar, Unnur Valdimarsdóttir, prófessor við HÍ, Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, og Þórarinn Guðnason, formaður Læknafélags Reykjavíkur.

Umræðustjórar voru Ævar Kjartansson og Magnús Karl Magnússon og fundarstjóri Björg Magnúsdóttir.

mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert