John McAfee í felum á Dalvík

McAfee hafðist um tíma við á snekkju sinni á flóttanum.
McAfee hafðist um tíma við á snekkju sinni á flóttanum. AFP

Millj­óna­mær­ing­ur­inn og tækni­frum­kvöðull­inn John McA­fee, sem er á flótta und­an banda­rísk­um yf­ir­völd­um vegna ákæra um um­fangs­mik­il skattsvik, hélt til á Dal­vík þangað til síðla í ág­úst ef marka má twitter­færslu hans.

McA­fee er einna þekkt­ast­ur fyr­ir að hafa stofnað víru­svarn­ar­fyr­ir­tæki, sem nefnt er í höfuðið á hon­um sjálf­um, auk þess sem hann var um tíma grunaður um morð á ná­granna sín­um í Belís, en sá var banda­rísk­ur kaup­sýslumaður. McA­fee hef­ur ávallt neitað sök í mál­inu.

McA­fee hef­ur farið huldu höfði eft­ir að hann yf­ir­gaf Banda­rík­in í janú­ar á þessu ári, en hann leyf­ir fylgj­end­um að fylgj­ast með æv­in­týr­um sín­um á Twitter.

Í lok ág­úst til­kynnti hann þeim að hann og eig­in­kona hans hefðu flutt sig um set af því ein­hver „f*viti“ hafi komið upp um staðsetn­ingu þeirra. „Við höf­um komið okk­ur fyr­ir á nýj­um stað í nýju landi. Veðrið er enn öm­ur­legt ... Við mun­um sakna Greg­or's.“

Greg­or's er ein­mitt veit­ingastaður á Dal­vík, og í öðru tísti viður­kenndi McA­fee að hann hefði í raun sjálf­ur komið upp um sig með því að minn­ast á Greg­or's. Raun­ar ætti upp­ljóstr­ar­inn, Adam Gu­er­bu­ez, hrós skilið fyr­ir rann­sókn­ar­vinnu sína. „Ef ég ætti pen­ing myndi ég ráða þig, Adam.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka