Milljónamæringurinn og tæknifrumkvöðullinn John McAfee, sem er á flótta undan bandarískum yfirvöldum vegna ákæra um umfangsmikil skattsvik, hélt til á Dalvík þangað til síðla í ágúst ef marka má twitterfærslu hans.
McAfee er einna þekktastur fyrir að hafa stofnað vírusvarnarfyrirtæki, sem nefnt er í höfuðið á honum sjálfum, auk þess sem hann var um tíma grunaður um morð á nágranna sínum í Belís, en sá var bandarískur kaupsýslumaður. McAfee hefur ávallt neitað sök í málinu.
McAfee hefur farið huldu höfði eftir að hann yfirgaf Bandaríkin í janúar á þessu ári, en hann leyfir fylgjendum að fylgjast með ævintýrum sínum á Twitter.
Í lok ágúst tilkynnti hann þeim að hann og eiginkona hans hefðu flutt sig um set af því einhver „f*viti“ hafi komið upp um staðsetningu þeirra. „Við höfum komið okkur fyrir á nýjum stað í nýju landi. Veðrið er enn ömurlegt ... Við munum sakna Gregor's.“
.@theemrsmcafee and I have moved. We moved because some a*hole publicly outed our location. Janice and I have settled in to a new safe house in a new country. Weather still sucks but at least our Comm room is fully mobile and will arrive soon. We will miss Gregor's.
— John McAfee (@officialmcafee) August 28, 2019
Gregor's er einmitt veitingastaður á Dalvík, og í öðru tísti viðurkenndi McAfee að hann hefði í raun sjálfur komið upp um sig með því að minnast á Gregor's. Raunar ætti uppljóstrarinn, Adam Guerbuez, hrós skilið fyrir rannsóknarvinnu sína. „Ef ég ætti pening myndi ég ráða þig, Adam.“
We have been outed. You cannot blame Adam. It would have happened eventually. The slip up was mine - mentioning Gregor's Eatery. I, in fact, commend Adam for his intelligence and insightful work. If I had money, I would hire you Adam. We are on the road again. https://t.co/zvzMj5RyiH
— John McAfee (@officialmcafee) August 28, 2019