Nýtt sólarmet gæti litið dagsins ljós

Sólin er farin að lækka á lofti að nýju enda …
Sólin er farin að lækka á lofti að nýju enda komið haust. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sá möguleiki er enn fyrir hendi að nýtt sólarmet verði sett fyrir Reykjavík á þessu sumri. Til að það gerist þarf sólin að skína glatt það sem eftir er septembermánaðar.

„Jú, sólin hefur skinið óvenjuglatt í sumar,“ segir Trausti Jónsson veðurfræðingur spurður um stöðu mála. Þess ber að geta að hjá Veðurstofu Íslands telst sumarið vera mánuðirnir júní til september, að báðum meðtöldum.

Summa júní, júlí og ágúst er 719,1 stund, litlu meira en sumarið 2012 (var þá 704) en annars það mesta síðan 1929 (758). Mesta sólarsumarið var 1928; þá mældust sólskinsstundir í Reykjavík 768,4. Sumarið 2019 er þannig í 3.sæti. Sé maí talinn með dettur það niður fyrir árið 2012, segir Trausti.

Sólskinsstundir alls ársins 2019 (til mánaðamóta) eru nú 1.292,1 sem er það mesta frá 2007 (1.309) og það næstmesta frá upphafi mælinga. Veðurstofusumrinu lýkur ekki fyrr en um næstu mánaðamót. Til að nýtt sumarmet náist þarf sól að skína í 175,0 stundir í september. Trausti telur reyndar fremur ólíklegt að það takist.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert