Pence þakkar fyrir sig

Pence segir að góð tengsl Íslands og Bandaríkjanna séu nú …
Pence segir að góð tengsl Íslands og Bandaríkjanna séu nú mikilvægari en nokkru sinni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það var frá­bært að heim­sækja Ísland í gær til að ít­reka þau sterku og mik­il­vægu tengsl sem eru á milli land­anna okk­ar,“ skrif­ar Mike Pence, vara­for­seti Banda­ríkj­anna, á op­in­berri face­booksíðu sinni.

Þar deil­ir hann einnig mynd­skeiði þar sem sjá má svip­mynd­ir úr heim­sókn hans og ávarp hans er spilað und­ir.

Pence seg­ir að góð tengsl Íslands og Banda­ríkj­anna nái langt aft­ur í tím­ann og séu nú mik­il­væg­ari en nokkru sinni fyrr. „Þetta er staður sem er mik­il­væg­ur í sögu hins frjálsa heims.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert