Samið um fyrsta áfanga máltækniáætlunar

Frá undirritun samkomulagsins.
Frá undirritun samkomulagsins. Ljósmynd/Aðsend

Hrundið verður af stað áætlun sem miðar að því að þróa hugbúnað sem gerir tölvum kleift að skilja talað íslenskt mál. Þetta er meðal þess sem fram kemur í fyrsta áfanga máltækniáætlunar fyrir íslensku sem var undirritaður í gær.

Að máltækniáætluninni standa Almannarómur – miðstöð um máltækni og rannsóknarhópurinn Samstarf um íslenska máltækni (SÍM), en að honum standa níu fyrirtæki og stofnanir, þeirra á meðal háskólarnir tveir, RÚV og fyrirtækið Miðeind, sem vinnur að málgreininum Greyni.

„Sá tónn sem hér er sleginn í samstarfi háskólasamfélagsins og atvinnulífsins er mikilvægur upptaktur að nýsköpun í máltækni fyrir íslensku. Meginmarkmið máltækniáætlunar og þeirrar framkvæmdaáætlunar sem við höfum sett fram er að þróa innviði fyrir máltækni sem verða gerðir aðgengilegir fyrirtækjum, stofnunum og almenningi endurgjaldslaust,“ er haft eftir Jóhönnu Vigdísi Guðmundsdóttur, framkvæmdastjóra Almannaróms, í tilkynningu frá samningsaðilum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert