0,5% aðhaldskrafa hjá Landspítala

Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala, hefur sagt róðinn hafa verið þungan …
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala, hefur sagt róðinn hafa verið þungan undanfarin ár. mbl.is/Golli

0,5% aðhaldskrafa er gerð á rekst­ur sjúkra­húsa á Íslandi í nýju fjár­laga­frum­varpi miðað við fyrra ár. Alls verður 109,0 millj­örðum króna varið til sjúkra­húsþjón­ustu, sam­an­borið við 100,7 millj­arða í fyrra, en sú hækk­un skrif­ast nær al­farið á launa­hækk­an­ir, auk þess sem 3,8 millj­arðar verða veitt­ir í bygg­ingu nýs Land­spít­ala.

56,9 millj­arðar renna í heil­brigðisþjón­ustu utan sjúkra­húsa, en und­ir það falla heilsu­gæsla, hjúkr­un, sjúkraþjálf­un og sjúkra­flutn­ing­ar, svo eitt­hvað sé nefnt. Er það aukn­ing um 6,5% frá fyrra ári.

Ítar­lega hef­ur verið fjallað um rekstr­ar­vanda Land­spít­ala hér á mbl.is að und­an­förnu. Halli spít­al­ans var 2,4 millj­arðar á fyrri hluta árs og stefn­ir í að verða 4,5 millj­arðar yfir allt árið. Er því ljóst að auka þarf aðhald í út­gjöld­um tölu­vert eigi að halda spít­al­an­um inn­an ramma næsta árs.

Páll Matth­ías­son, for­stjóri Land­spít­ala, boðaði í síðustu viku breytt skipu­lag á starf­semi spít­al­ans og nýtt stjórn­un­ar­fyr­ir­komu­lag, auk „hagræðing­ar í stjórn­un­arþátt­um“, en hann hef­ur sagt að kjara­samn­ing­ar hafi verið spít­al­an­um erfiðir.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka