Frumvarpið byggt á óskhyggju

Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Logi Einarsson, formaður flokksins, í …
Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Logi Einarsson, formaður flokksins, í bakgrunni. mbl.is/Hari

„Fátt kem­ur þarna á óvart enda bygg­ist frum­varpið á fjár­mála­áætl­un­inni sem var samþykkt í vor. Við gagn­rýnd­um hana harðlega og sett­um fram breyt­inga­til­lög­ur vegna þess að við vild­um standa vörð um vel­ferðina í niður­sveifl­unni og setja einnig meira fjár­magn í skól­ana og ný­sköp­un og rann­sókn­ir og loft­lags­mál­in. Sú gagn­rýni stend­ur enn.“

Þetta seg­ir Odd­ný G. Harðardótt­ir, þing­flokks­formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og fyrr­ver­andi fjár­málaráðherra, í sam­tali við mbl.is um fjár­laga­frum­varp rík­is­stjórn­ar­inn­ar vegna árs­ins 2020 sem kynnt var í dag. Sam­fylk­ing­in hafi einnig gagn­rýnt harðlega að ekki væri aflað auk­inna skatt­tekna frá þeim sem stæðu best í sam­fé­lag­inu og hefðu notið upp­sveifl­unn­ar. „Þeir eru varðir af þess­ari rík­is­stjórn og það gagn­rýn­um við líka harðlega.“

Því miður hafi ekki verið gerðar nein­ar breyt­ing­ar til batnaðar í millitíðinni, frá samþykkt fjár­mála­áætl­un­ar­inn­ar og fjár­laga­frum­varps­ins. „Það er mik­il óvissa í ís­lensku hag­kerfi. Við vit­um ekki al­veg hvað er að ger­ast úti í heimi í deil­um á milli Banda­ríkja­manna og Kín­verja svo dæmi sé tekið og hvaða áhrif það kann að hafa á okk­ur. Það eru alls kon­ar aðrir óvissuþætt­ir til staðar.“ Frum­varpið bygg­ist að henn­ar mati á full­mik­illi bjart­sýni.

„Þetta er allt í járn­um“

„Fjár­laga­frum­varpið bygg­ist á mjög bjart­sýnni spá. Það er ein­hver ósk­hyggja sem virðist reka rík­is­stjórn­ar­flokk­ana áfram, finnst mér, um að næsta hagspá verði betri en menn al­mennt gera ráð fyr­ir,“ seg­ir Odd­ný. „Þetta er allt í járn­um, það má ekk­ert klikka. Þau eru að gera ráð fyr­ir 2,6% hag­vexti á næsta ári. Það eru ekki mikl­ar lík­ur á að það gangi eft­ir.“ Þá sé spurn­ing hvernig verði brugðist við ef ekki megi afla viðbót­ar­tekna.

„Við þær aðstæður hef ég auðvitað enn frek­ari áhyggj­ur af vel­ferðar­kerf­inu og innviðaupp­bygg­ingu og fjár­fest­ing­um hins op­in­bera í niður­sveiflu. það er nauðsyn­legt að þær verði mynd­ar­leg­ar,“ seg­ir Odd­ný. Hvað skatta­lækk­an­ir sem kveðið er á um í frum­varp­inu varðar seg­ir hún að það hafi fyrst og fremst verið verka­lýðshreyf­ing­in sem knúði í gegn breyt­ing­ar á skatt­kerf­inu. En tekj­ur þurfi að koma á móti.

„Það þarf að skoða hinn end­ann. Það er óviðun­andi fyr­ir okk­ur í Sam­fylk­ing­unni að það sé ekki hreyft við þeim sem eru best stæðir og vel­ferðar­kerf­inu sé síðan gert að upp­fylla aðhalds­kröf­ur. Það geng­ur ekki. Við jafnaðar­menn þolum það ekki.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka