Fyllsta öryggis gætt í kjallara stjórnarráðsins

Nýrri viðbygg­ingu við stjórn­ar­ráðshúsið í Lækj­ar­götu verður skipt upp í mis­mun­andi ör­ygg­is­svæði og verður hæsta stig ör­ygg­is í sér­stöku fund­ar­her­bergi fyr­ir þjóðarör­ygg­is­ráð sem verður í kjall­ara húss­ins. Fund­ar­her­bergið verður glugga­laust og með ör­uggri teng­ingu við flótta­leið, að því er fram í kem­ur í sam­keppn­is­lýs­ingu vegna bygg­ing­ar­inn­ar.

„Lóð og um­hverfi ný­bygg­ing­ar þarf að út­færa þannig að sem minnst hætta sé á að bíl­ar og far­ar­tæki geti keyrt inn á lóðina og á bygg­ing­ar. Æskilegt er að bygg­ing sé eins langt frá al­mennri um­ferð og hægt er til að tryggja ör­ygg­is­svæði fyr­ir fram­an bygg­ing­ar. Mögu­leiki þarf að vera á að loka inn­keyrslu í bíl­geymslu með ör­ugg­um hætti (ákeyrslu­vörn) sem næst götu,“ seg­ir í sam­keppn­is­lýs­ing­unni en ít­ar­lega er fjallað um fram­kvæmd­irn­ar í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert