Guðni staðfesti þriðja orkupakkann

Guðni þakkar þeim sem haft hafa samband við hann vegna …
Guðni þakkar þeim sem haft hafa samband við hann vegna orkupakkamálsins fyrir kurteisi, festu og sanngirni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Guðni Th. Jó­hann­es­son, for­seti Íslands, und­ir­ritaði og staðfesti á rík­is­ráðsfundi dag lög, sem samþykkt voru á Alþingi 2. sept­em­ber, um þriðja orkupakka Evr­ópu­sam­bands­ins. Þetta kem­ur fram í yf­ir­lýs­ingu frá for­set­an­um.

Þar kem­ur fram að í tvígang hafi verið skorað á for­set­ann að að beita neit­un­ar­valdi sínu, ann­ars veg­ar á vefn­um Synj­un.is og hins veg­ar á fundi hans með sam­tök­un­um Ork­unni okk­ar.

Tók for­seti á móti lista með nöfn­um 7.643 Íslend­inga, 3% þjóðar­inn­ar, sem höfðu lýst yfir stuðningi sín­um við áskor­un Synj­un­ar.is í gær, 5. sept­em­ber, þar sem skorað var á hann að beita mál­skots­rétti hans til þjóðar­inn­ar. Þá fundaði hann með full­trú­um sam­tak­anna Ork­unn­ar okk­ar 28. ág­úst og var af­hent áskor­un um að staðfesta ekki upp­töku þriðja orkupakk­ans nema til kæmi und­anþága frá inn­leiðingu eða þjóðar­at­kvæðagreiðsla.

Guðni þakk­ar þeim sem haft hafa sam­band við hann vegna orkupakka­máls­ins fyr­ir kurt­eisi, festu og sann­girni, en bend­ir jafn­framt á að „kysi for­seti að staðfesta ekki form­lega með und­ir­rit­un sinni þá ákvörðun Alþing­is að heim­ila rík­is­stjórn að staðfesta fyr­ir Íslands hönd ákvörðun sam­eig­in­legu EES-nefnd­ar­inn­ar myndi sú afstaða ekki leiða til þjóðar­at­kvæðagreiðslu, ólíkt því sem skýrt er kveðið á um í 26. grein stjórn­ar­skrár­inn­ar um synj­un staðfest­ing­ar laga“.

Eng­inn rétt­ur af því tagi yrði virkjaður því hann væri ekki að finna í stjórn­skip­un lýðveld­is­ins.

Yf­ir­ýs­ing for­set­ans í heild sinni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka