Guðni staðfesti þriðja orkupakkann

Guðni þakkar þeim sem haft hafa samband við hann vegna …
Guðni þakkar þeim sem haft hafa samband við hann vegna orkupakkamálsins fyrir kurteisi, festu og sanngirni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, undirritaði og staðfesti á ríkisráðsfundi dag lög, sem samþykkt voru á Alþingi 2. september, um þriðja orkupakka Evrópusambandsins. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá forsetanum.

Þar kemur fram að í tvígang hafi verið skorað á forsetann að að beita neitunarvaldi sínu, annars vegar á vefnum Synjun.is og hins vegar á fundi hans með samtökunum Orkunni okkar.

Tók forseti á móti lista með nöfnum 7.643 Íslendinga, 3% þjóðarinnar, sem höfðu lýst yfir stuðningi sínum við áskorun Synjunar.is í gær, 5. september, þar sem skorað var á hann að beita málskotsrétti hans til þjóðarinnar. Þá fundaði hann með fulltrúum samtakanna Orkunnar okkar 28. ágúst og var afhent áskorun um að staðfesta ekki upptöku þriðja orkupakkans nema til kæmi undanþága frá innleiðingu eða þjóðaratkvæðagreiðsla.

Guðni þakkar þeim sem haft hafa samband við hann vegna orkupakkamálsins fyrir kurteisi, festu og sanngirni, en bendir jafnframt á að „kysi forseti að staðfesta ekki formlega með undirritun sinni þá ákvörðun Alþingis að heimila ríkisstjórn að staðfesta fyrir Íslands hönd ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar myndi sú afstaða ekki leiða til þjóðaratkvæðagreiðslu, ólíkt því sem skýrt er kveðið á um í 26. grein stjórnarskrárinnar um synjun staðfestingar laga“.

Enginn réttur af því tagi yrði virkjaður því hann væri ekki að finna í stjórnskipun lýðveldisins.

Yfirýsing forsetans í heild sinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert