Krónutölugjöld hækka um 2,5%

Krónutölugjöld verða uppfærð, en þó minna en sem nemur verðbólgu.
Krónutölugjöld verða uppfærð, en þó minna en sem nemur verðbólgu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Flest krónu­tölu­gjöld verða hækkuð um 2,5% um ára­mót, að því er fram kem­ur í fjár­laga­frum­varpi næsta árs, sem kynnt var í dag. Er það minni hækk­un en sem nem­ur verðlags­hækk­un­um, en verðbólga und­an­farna tólf mánuði nam 3,4%. Lækk­ar því fjár­hæð þess­ara gjalda milli ára, að raun­v­irði.

Meðal krónu­tölu­gjalda má nefna nefskatt­ana út­varps­gjald og gjald í fram­kvæmda­sjóð aldraðra, en þess­ir tveir skatt­ar leggj­ast á alla sem náð hafa 16 ára aldri. Útvarps­gjald er nú 17.500 krón­ur en verður eft­ir hækk­un tæp­ar 17.940 krón­ur. Gjaldið í fram­kvæmda­sjóð er 11.454 krón­ur, en verður að öll­um lík­ind­um 11.740 krón­ur á næsta ári.

Krónu­tölu­gjöld leggj­ast einnig á olíu, áfengi og tób­ak og er sömu sögu að segja þar; gjöld­in hækka um 2,5%.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka