Milljarðar í miðbæjaríbúðir

Fjárfestar eru sagðir horfa til lækkandi vaxtastigs og fyrirhugaðra styrkja …
Fjárfestar eru sagðir horfa til lækkandi vaxtastigs og fyrirhugaðra styrkja til íbúðakaupa. mbl.is/Kristinn Magnússon

Síðustu tvo mánuði eða svo hafa selst um 50 nýjar íbúðir á þéttingarreitum í miðborg Reykjavíkur. Söluverðið er ekki undir 2,5 milljörðum. Þá eiga fjárfestar í viðræðum um kaup á rúmlega 70 íbúðum á Brynjureit en þær kosta allt að 85 milljónir.

Pálmar Harðarson, framkvæmdastjóri Þingvangs, sem byggir Brynjureit, segir fleiri aðila hafa sýnt áhuga á að kaupa íbúðirnar. Markaðurinn sé að taka við sér.

Salan á miðborgaríbúðum í sumar sætir tíðindum á fasteignamarkaði.

Þannig var í sumar rætt um offramboð nýrra íbúða á svæðinu eftir gjaldþrot WOW air og óvissu í efnahagsmálum. Nú er hátt hlutfall íbúðanna selt á sumum reitum. Til dæmis hafa allar íbúðirnar 11 á Klapparstíg 30 verið seldar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert