Fulltrúar björgunarsveita og lögreglu funda nú vegna grindhvalanna sem strandaðir eru á Langanesi. Að sögn fréttaritara mbl.is á staðnum er áformað að kalla út stóran hóp björgunarsveitarfólks til að reyna björgun á flóði klukkan fimm í fyrramálið.
Varðstjóri lögreglunnar á Þórshöfn, Steinar Snorrason, segir að staðan verði tekin að nýju klukkan þrjú í nótt.
Alls er um 62 grindhvali að ræða en klukkan níu í kvöld voru aðeins 11 til 15 þeirra enn á lífi.
Göngufólk kom auga á grindhvalina síðdegis í dag og gerði viðbragðsaðilum viðvart.