Ríkisráðsfundur á Bessastöðum

Sjálfstæðisflokkurinn samþykkti á fundi sínum í gær að Áslaug Arna …
Sjálfstæðisflokkurinn samþykkti á fundi sínum í gær að Áslaug Arna yrði nýr dómsmálaráðherra. mbl.is/​Hari

Ríkisráðsfundur fer fram á Bessastöðum þar sem nýr dómsmálaráðherra, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, tekur við embætti. 

Í rík­is­ráði sitja for­seti Íslands auk ráðherra og hef­ur for­seti þar for­sæti.

Sjálfstæðisflokkurinn samþykkti á fundi sínum í gær að Áslaug Arna yrði nýr dómsmálaráðherra, en Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir hefur sinnt embættinu síðan Sigríður Á. Andersen sagði af sér í vor.

Lyklaskipti fara svo fram í dómsmálaráðuneytinu kl. 17:45.

mbl.is/​Hari
mbl.is/​Hari
mbl.is/​Hari
mbl.is/​Hari
mbl.is/​Hari
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert