Fyrsta stóra réttahelgi haustsins er um helgina. Í dag verður fé réttað á fáeinum stöðum en víða á laugardag og sunnudag. Sauðfjárbændur víða á Norðurlandi rétta um helgina. Nefna má Hrútatungurétt í Hrútafirði, Miðfjarðarrétt og Víðidalstungurétt í Víðidal á morgun, laugardag.
Af öðrum réttum má nefna Fossrétt á Síðu í dag og Skaftárrétt á morgun. Á sunnudag verður réttað í Hraunsrétt í Aðaldal og Staðarrétt í Skagafirði og í Silfrastaðarétt í Blönduhlíð í Skagafirði á mánudag.