Vonar að hröðun skattalækkana mælist vel fyrir

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra vonast til þess að það mælist vel …
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra vonast til þess að það mælist vel fyrir hjá forystufólki verkalýðshreyfingarinnar að ríkisstjórnin sé að flýta innleiðingu nýs skattþreps. mbl.is/Eggert

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra seg­ir að boðuð lækk­un á tekju­skatti ein­stak­linga sé „stóru tíðind­in“ í því fjár­laga­frum­varpi sem Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála- og efna­hags­ráðherra kynnti í morg­un.

Með frum­varp­inu verður skattþrep­un­um fjölgað upp í þrjú fyrr en áætlað var, í tveim­ur áföng­um en ekki þrem­ur áföng­um eins og rík­is­stjórn­in hafði áætlað. 

„Við erum að flýta þess­ari aðgerð, sem bæði er hugsuð til þess að lækka tekju­skatt sér­stak­lega hjá tekju­lægri hóp­un­um og skil­ar meiri lækk­un til tekju­lægstu hóp­anna en þeirra tekju­hærri, og líka að inn­leiða auk­inn jöfnuð í gegn­um þrepa­skipt skatt­kerfi,“ sagði Katrín í sam­tali við mbl.is að lokn­um rík­is­stjórn­ar­fundi fyrr í dag.

„Þegar lífs­kjara­samn­ing­un­um var lokað í vor og okk­ar aðgerðir kynnt­ar var þetta eitt af því sem for­ystu­fólk verka­lýðshreyf­ing­ar­inn­ar lagði áherslu á, að við mynd­um skoða hvort við gæt­um gert þetta hraðar en áður var áætlað. Ég tel að við séum að mæta þeirri kröfu með þessu og vona að það mæl­ist vel fyr­ir,“ seg­ir for­sæt­is­ráðherra, sem nefn­ir einnig sér­stak­lega að já­kvætt sé að í fjár­lög­um sé gert ráð fyr­ir því að barna­bæt­ur hækki.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka