Breytingar lækki skatta allra tekjutíunda

Frá kynningu fjárlagafrumvarps í gær.
Frá kynningu fjárlagafrumvarps í gær. mbl.is/Árni Sæberg

Sam­skött­un er og verður áfram í skatt­kerf­inu, auk þess sem heim­ild til sam­nýt­ing­ar skattþrepa, sem inn­leidd var í skatt­kerfið 2010, verður óbreytt í nýju skatt­kerfi.

Þetta kem­ur fram í yf­ir­lýs­ingu frá Páli Ásgeiri Guðmunds­syni, aðstoðar­manni fjár­málaráðherra, vegna um­mæla Sig­mund­ar Davíðs Gunn­laugs­son­ar um nýtt fjár­mála­frum­varp í viðtali við mbl.is.

„Það er því rangt hjá Sig­mundi Davíð að verið sé að hækka skatta um 3 ma.kr. Breyt­ing­ar á skatt­kerf­inu munu þvert á móti lækka skatta allra tekju­tí­unda og skila 21 ma.kr. í aukn­ar ráðstöf­un­ar­tekj­ur á ári til heim­ili­anna.“

Þá sé það einnig rangt hjá Sig­mundi Davíð að það að hækka per­sónu­afslátt hefði skilað meiri ávinn­ingi til tekju­lægstu hóp­anna. „Sú aðferð hefði þvert á móti skilað mun minni ávinn­ingi til lág­tekju­hópa og hefði auk þess skilað sömu krónu­tölu upp all­an tekju­stig­ann.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka