Hækkun til háskólanna og nýtt stuðningskerfi fyrir námsmenn

Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra.
Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra. mbl.is/​Hari

Und­an­far­in ár hafa fram­lög til há­skóla­stigs­ins verið auk­in tölu­vert og sam­kvæmt frum­varpi til fjár­laga 2020 er ráðgert að þau nemi rúm­um 40 millj­örðum kr. á næsta ári.

Meg­in­mark­mið stjórn­valda er að ís­lensk­ir há­skól­ar og alþjóðlega sam­keppn­is­hæf­ar rann­sókna­stofn­an­ir skapi þekk­ingu, miðli henni og und­ir­búi nem­end­ur til virkr­ar þátt­töku í þekk­ing­ar­sam­fé­lagi nú­tím­ans og til verðmæta­sköp­un­ar sem bygg­ist á hug­viti, ný­sköp­un og rann­sókn­um. Að því mark­miði er meðal ann­ars unnið að með því að auka gæði náms og náms­um­hverf­is í ís­lensk­um há­skól­um, styrkja rann­sókn­astarf og um­gjörð þess, og auka áhrif og tengsl há­skóla og rann­sókna­stofn­ana, að því er mennta­málaráðuneytið grein­ir frá. 

Fram kem­ur að meðal áherslu­verk­efna á mál­efna­sviði há­skóla­stigs­ins séu aðgerðir sem miði að fjölg­un kenn­ara. Í frum­varpi til fjár­laga árs­ins 2020 sé gert ráð fyr­ir 220 millj­ón­um kr. til verk­efn­is­ins en meðal aðgerða sem að því miða séu náms­styrk­ir til kenn­ara­nema á loka­ári meist­ara­náms til kennslu­rétt­inda á leik- og grunn­skóla­stigi. 

Þá er í und­ir­bún­ingi nýtt stuðnings­kerfi fyr­ir náms­menn sem feli í sér gagn­særri og jafn­ari styrki til náms­manna.

„Námsaðstoðin sem sjóður­inn mun veita verður áfram í formi lána á hag­stæðum kjör­um og til viðbót­ar verða bein­ir styrk­ir vegna fram­færslu barna og 30% niður­fell­ing á hluta af náms­lán­um við lok próf­gráðu inn­an skil­greinds tíma. Kerfið miðar að því að bæta fjár­hags­stöðu há­skóla­nema, ekki síst þeirra sem hafa börn á fram­færi, og skapa hvata til að nem­ar klári nám sitt á til­sett­um tíma. Mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra mun leggja fram frum­varp þessa efn­is á haustþingi,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka