Á fundi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi í morgun tilkynnti Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins að hann myndi sækjast eftir embætti ritara flokksins á flokkráðsfundi sjálfstæðismanna 14. september.
Á vikulegum fundi félags sjálfstæðismanna í Kópavogi fór bæjarstjórinn Ármann Kr. Ólafsson yfir framtíðarhorfur í bæjarmálunum og hálfsársuppgjör sveitarfélagsins.
Í lok fundar tók Jón til máls og lýsti yfir áformum sínum um að bjóða sig fram í embætti ritara.