Láta vinna mat til að flýta fyrir breikkun

Mörg alvarleg umferðarslys hafa orðið á veginum á Kjalaranesi og …
Mörg alvarleg umferðarslys hafa orðið á veginum á Kjalaranesi og endurbætur aðkallandi. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Drög að umhverfismati vegna breikkunar Vesturlandsvegar á Kjalarnesi eru tilbúin og hafa verið auglýst til kynningar.

Sem kunnugt er ákvað Skipulagsstofnun, þvert á álit Vegagerðarinnar að framkvæmdin þyrfti að fara í umhverfismat. Vegagerðin ásamt nokkrum sveitarfélögum á Vesturlandi kærði þessa ákvörðun til áfrýjunarnefndar umhverfis- og auðlindamála.

„Vegagerðin ákvað að vinna umhverfismatið samhliða kæruferlinu til að gera sitt til að koma í veg fyrir að frekari tafir yrðu á framkvæmdinni,“ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. Niðurstaða kærunnar liggur ekki fyrir en rétt þótti að hefja vinnuna ef til þess kæmi að niðurstaða Skipulagsstofnunar yrði staðfest.

Verður 2+1-vegur

Í frétt á heimasíðu Vegagerðarinnar segir að stofnunin, í samráði við Reykjavíkurborg, hafi undanfarið unnið að undirbúningi vegna breikkunar Vesturlandsvegar á um níu kílómetra kafla milli Varmhóla og vegamóta Hvalfjarðarvegar. Um er að ræða breikkun Vesturlandvegar í 2+1-veg ásamt gerð þriggja hringtorga, þ.e. við Móa, Grundarhverfi og Hvalfjarðarveg. Samhliða breikkuninni verði vegtengingum fækkað og í staðinn gerðir hliðarvegir ásamt reiðstígum og stígum fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert