Margra grasa kennir í fjárlagafrumvarpinu

Það kennir margra grasa í fjárlagafrumvarpi næsta árs eins og …
Það kennir margra grasa í fjárlagafrumvarpi næsta árs eins og meðfylgjandi skýringarmynd sýnir. mbl.is

Það kenn­ir margra grasa í fjár­laga­frum­varpi næsta árs eins og skýr­ing­ar­mynd­in hér ofar á síðunni sýn­ir. Efst t.v. kem­ur fram hvernig tekj­ur rík­is­sjóðs munu skipt­ast þegar frum­varpið er orðið að lög­um. Er virðis­auka­skatt­ur stærsta tekju­lind­in, 32%, og síðan tekju­skatt­ur ein­stak­linga, 25%. Sam­an­lagt eru virðis­auka­skatt­ur, tekju­skatt­ar á ein­stak­linga, trygg­ing­ar­gjöld og skatt­ar á fyr­ir­tæki nærri 80% allra tekna rík­is­sjóðs. Efst til hægri eru út­gjaldaliðirn­ir sýnd­ir. Kem­ur fram að 60% tekna er varið til vel­ferðar-, heil­brigðis- og mennta­mála.

Síðan eru sýnd­ir nokkr­ir vald­ir út­gjaldaliðir. Kem­ur m.a. fram að 8,5 millj­arðar munu fara til fram­kvæmda við nýj­an Land­spít­ala og 2,2 millj­arðar eru eyrna­merkt­ir vegna brýnna lækn­isaðgerða er­lend­is. Fram­lög til fjár­fest­inga á næsta ári nema 78,4 millj­örðum sem er tals­verð hækk­un frá fjár­lög­um þessa árs þar sem fram­lög­in eru 67,2 millj­arðar króna.

Í fjár­laga­frum­varp­inu er greint frá því að nýtt lág­tekjuþrep komi í gagnið á næsta ári fyr­ir laun upp að 325 þúsund krón­um. Mun það bera 35,04% skatt fyrsta árið.

Á næsta ári á að verja 220 millj­ón­um króna til að fjölga kenn­ara­nem­um, en fram­lög til há­skóla­stigs minnka um 9% í heild vegna skertra fram­laga til LÍN.

Verði frum­varpið óbreytt að lög­um verða heild­ar­skuld­ir rík­is­sjóðs 820 millj­arðar króna og lækka um 72 millj­arða á milli ára.

Meðal stórra tekju­linda rík­is­sjóðs eru áfeng­is­gjald, sem skil­ar 20,2 millj­örðum, og tób­aks­gjald, sem skil­ar 5,9 millj­örðum króna eins og sjá má á mynd­inni neðst til vinstri. Til fæðing­ar­or­lofs verður varið 15,5 millj­örðum króna á næsta ári. Loks má nefna að tekj­ur rík­is­ins af út­gáfu vega­bréfa munu vænt­an­lega nema 510 millj­ón­um króna.

Nán­ar um frum­varpið á vef fjár­málaráðuneyt­is­ins.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka