Standa saman gegn nasisma í rigningunni

Lækartorg varð fyrir valinu fyrir samstöðufundinn til þess að endurheimta …
Lækartorg varð fyrir valinu fyrir samstöðufundinn til þess að endurheimta það frá nýnasistum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fjöldi fólks er nú sam­an­kom­inn á Lækj­ar­torgi til þess að sýna sam­stöðu gegn nas­isma og læt­ur rign­ingu ekki á sig fá.

Að sögn ljós­mynd­ara mbl.is voru þar um 200 manns þegar hann renndi við rétt rúm­lega þrjú, en samstaðan stend­ur til klukk­an fimm.

Í viðburðalýs­ingu seg­ir að sést hafi til lít­ils hóps nýnas­ista und­an­farna daga sem meðal ann­ars hafi reynt að breiða út hat­urs­boðskap sinn á Lækj­ar­torgi. „Þetta er nokkuð sem við sætt­um okk­ur ekki við. Nasismi, í hvaða formi sem hann birt­ist, er og verður aldrei vel­kom­inn á Íslandi og því köll­um við eft­ir að fólk sýni and­stöðu sína.“

mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Lækj­ar­torg varð fyr­ir val­inu fyr­ir sam­stöðufund­inn til þess að end­ur­heimta það frá þeim sem reyni að halda uppi gild­um ras­isma, hinseg­in­fób­íu, út­lend­inga­hat­urs og annarra úr­eltra for­dóma gegn jaðar­sett­um hóp­um.

Við stönd­um sam­an gegn því að nýnas­ist­ar eða aðrir skoðana­bræður þeirra geti gert til­raun­ir til að auka vægi sitt í ís­lensku sam­fé­lagi og sýn­um þeim því að hingað eru þess­ar hug­sjón­ir ekki komn­ar til að vera!

Ræðumenn á sam­stöðufund­in­um eru þau Dóra Björt Guðjóns­dótt­ir, Guðmunda Smári, Katrín Alda Ámunda­dótt­ir, Sanna Magda­lena Mörtu­dótt­ir, Sema Erla, Viima Lamp­in­en og Þór­hild­ur Elísa­bet Þórs­dótt­ir.

Sanna Magdalena, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, ávarpar samstöðufundinn.
Sanna Magda­lena, borg­ar­full­trúi Sósí­al­ista­flokks­ins, ávarp­ar sam­stöðufund­inn. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son
mbl.is/​Krist­inn Magnús­son
mbl.is/​Krist­inn Magnús­son
mbl.is/​Krist­inn Magnús­son
mbl.is/​Krist­inn Magnús­son
mbl.is/​Krist­inn Magnús­son
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert