Stolt af forgangsröðun í þágu menntunar

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, kynnir aðgerðir sem fjölga eiga …
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, kynnir aðgerðir sem fjölga eiga kennurum í mars sl. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Við vilj­um sam­keppn­is­hæfa há­skóla og liður í því er að bæta fjár­mögn­un þeirra, sem við höf­um verið að gera al­veg síðan þessi rík­is­stjórn tók við. Við erum klár­lega að for­gangsraða í þágu mennt­un­ar,“ seg­ir Lilja Dögg Al­freðsdótt­ir, mennta- og menn­inga­málaráðherra, í sam­tali við mbl.is spurð um fram­lög til há­skóla­stigs í fjár­laga­frum­varpi rík­is­stjórn­ar­inn­ar sem kynnt var í gær.

„Ég er mjög stolt af því að sjá að það er aukn­ing og metnaður á hverju ári síðan ég varð ráðherra,“ bæt­ir hún við.

Hinn nýi lána­sjóður „gjör­breyt­ing“

Und­an­far­in ár hafa fram­lög til há­skóla­stigs­ins verið auk­in tölu­vert og sam­kvæmt frum­varpi til fjár­laga 2020 er ráðgert að þau nemi 41 millj­arði króna á næsta ári. Aðspurð hvort hún telji að stúd­ent­ar finni fyr­ir þess­ari aukn­ingu seg­ir Lilja:

„Já, þeir finna fyr­ir aukn­um gæðum og fjár­fest­ing­um í há­skóla­starfi. Svo er hinn nýi lána­sjóður gjör­breyt­ing og ég hef fengið fær­ustu sér­fræðinga lands­ins til þess að búa til nýj­an lána­sjóð með okk­ur sem á að stuðla að jöfnu aðgengi að námi þannig að all­ir geti farið í nám við hæfi.“

Í frum­varpi til fjár­laga er fjallað um há­skóla­stig og því skipt í tvo flokka: Há­skól­ar og rann­sókn­ar­starf­semi og Stuðning­ur við náms­menn. At­hygli vakti í gær að fjár­fram­lög til síðar­nefnda flokks­ins lækka úr 8,2 millj­örðum frá fjár­lög­um árs­ins 2019 í 4,2 millj­arða í fjár­lög­um fyr­ir árið 2020.

Ástæðan er sú að á und­an­förn­um árum hef­ur Lána­sjóður ís­lenskra náms­manna, LÍN, fengið fram­lög um­fram raunþörf sjóðsins. Því er gert ráð fyr­ir að fram­lög til sjóðsins verði lækkuð í frum­varp­inu og gengið verði á hand­bært fé, sem var 13,4 millj­arðar í árs­lok 2018, og eigið fé sjóðsins, sem var 104 millj­arðar í árs­lok 2018.

Lána­sjóður­inn fjár­magnaður að fullu 

„Há­skóla­stigið er í raun þrír þætt­ir: Fyrst eru það há­skól­arn­ir og þeir eru að fá aukið fjár­magn, síðan eru það rann­sókn­ir og há­skól­ar þar sem er líka aukn­ing,“ seg­ir Lilja og held­ur áfram:

„Svo kom­um við að Lána­sjóði ís­lenskra náms­manna og þar lít­ur það út eins og það sé verið að taka fjár­muni af hon­um og lækka fram­lög til há­skóla­stigs­ins um millj­arða. En það er ekki raun­in, held­ur tök­um við fjár­mun­ina ann­ars staðar frá.“

Lilja út­skýr­ir þetta frek­ar og seg­ir: „Það sem hef­ur verið að ger­ast á síðustu árum er að rík­is­sjóður hef­ur sett tals­vert mikið í lána­sjóðinn en eft­ir­spurn­in eft­ir lán­un­um hef­ur hríðfallið. Rík­is­sjóður hef­ur því verið að setja inn pen­inga sem safn­ast upp af því að þeir eru ekki nýtt­ir. Sjóður­inn er að fullu fjár­magnaður en við tök­um af eig­in fé og hand­bæru fé.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka