Talar vel inn í lífskjarasamninginn

Halldór Benjamín Þorbergsson.
Halldór Benjamín Þorbergsson. mbl.is/​Hari

„Þetta bygg­ist á bjart­sýni í hag­vaxta­for­send­um, en skatta­lækk­un sem met­in er sam­kvæmt kynn­ingu á 21 millj­arð króna er auðvitað fagnaðarefni og tal­ar mjög vel inn í lífs­kjara­samn­ing­ana,“ seg­ir Hall­dór Benja­mín Þor­bergs­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka at­vinnu­lífs­ins, og bæt­ir við að skatta­lækk­an­ir séu „súr­efni inn í heim­il­is­bók­hald lands­manna nú þegar aðeins hæg­ir á í hag­kerf­inu“.

Hall­dór Benja­mín seg­ir afar ánægju­legt að sjá þá miklu breyt­ingu sem orðið hafi á skulda­stöðu rík­is­sjóðs frá hruni. Lík­ir hann breyt­ing­unni við krafta­verk. „Skuld­astaða rík­is­sjóðs er mjög hag­felld um þess­ar mund­ir, sem gef­ur rík­is­sjóði rými til að bregðast við ef þær for­send­ur sem eru und­ir­liggj­andi við fjár­laga­gerðina gefa eft­ir,“ seg­ir hann.

Spurður hvort hann taki und­ir þá skoðun ASÍ að þörf sé á há­tekju­skatti kveður hann nei við. „All­ur alþjóðleg­ur sam­an­b­urður inn­an OECD sýn­ir að Ísland er háskatta­ríki í öll­um skiln­ingi þess orðs. Það er því frek­ar færi á að létta á álög­um á ein­stak­linga og fyr­ir­tæki í stað þess að bæta enn frek­ar í.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka