Fleiri foreldrar nýta rétt til fæðingarorlofs eftir hækkun hámarksgreiðslna

For­eldr­um sem þiggja greiðslur úr fæðing­ar­or­lofs­sjóði, og nýta þar með rétt sinn til fæðing­ar­or­lofs, hef­ur fjölgað sam­hliða hækk­un­um á há­marks­greiðslum úr sjóðnum. Þannig nýttu 95 pró­sent for­eldra, sem áttu rétt til fæðing­ar­or­lofs árið 2018, rétt sinn sam­an­borið við 91 pró­sent for­eldra árið 2015. 

Að hluta má rekja þá hækk­un til þess að fleiri for­eldr­ar nýta rétt sinn til fæðing­ar­or­lofs en auk þess eiga fleiri for­eldr­ar rétt á greiðslum úr fæðing­ar­or­lofs­sjóði en áður og færri for­eldr­ar fá greidda fæðing­ar­styrki sem greidd­ir eru beint úr rík­is­sjóði. Þá hef­ur hækk­un há­marks­greiðslna úr fæðing­ar­or­lofs­sjóði bein áhrif á út­gjöld sjóðsins auk þess sem fleiri for­eldr­ar fá greidd­ar há­marks­greiðslur úr sjóðnum vegna al­mennt hærri launa.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá fé­lags­málaráðuneyt­inu.

Þar er tekið fram, að eitt af grund­vall­ar­mál­efn­um rík­is­stjórn­ar­inn­ar sé að end­ur­reisa fæðing­ar­or­lofs­kerfið með því meðal ann­ars að lengja rétt for­eldra til fæðing­ar­or­lofs og hækka mánaðarleg­ar há­marks­greiðslur í fæðing­ar­or­lofi.

„Miðað við boðaða leng­ingu og hækk­un má gera ráð fyr­ir að heild­ar­út­gjöld til fæðing­ar­or­lofs verði 20 millj­arðar árið 2022 sam­an­borið við 10 millj­arða árið 2017 á verðlagi hvers árs sem er tvö­föld­un á tíma­bil­inu,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Til stend­ur að lengja fæðing­ar­or­lof for­eldra og mun Ásmund­ur Ein­ar Daðason fé­lags­málaráðherra leggja fram frum­varp til laga um breyt­ingu á lög­um um fæðing­ar- og for­eldra­or­lof á haustþingi 2019 þar sem lögð verður til leng­ing á sam­an­lögðum rétti for­eldra til fæðing­ar­or­lofs úr níu mánuðum í tólf. Í frum­varp­inu verður gert ráð fyr­ir að leng­ing­in komi til fram­kvæmda í tveim­ur áföng­um á ár­un­um 2020 og 2021, að því er ráðuneytið grein­ir frá. 

 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka