Sigríður nýr formaður utanríkismálanefndar

Sigríður sagði af sér embætti dómsmálaráðherra í vor.
Sigríður sagði af sér embætti dómsmálaráðherra í vor. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þing­flokk­ur Sjálf­stæðis­flokks­ins ákvað á fundi sín­um í kvöld að leggja til að Sig­ríður Á. And­er­sen, fyrr­ver­andi dóms­málaráðherra, taki við embætti Áslaug­ar Örnu Sig­ur­björns­dótt­ur sem formaður ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar Alþing­is.

Þetta staðfest­ir Birg­ir Ármanns­son, formaður þing­flokks Sjálf­stæðis­flokks­ins, í sam­tali við mbl.is.

Þing­flokk­ur­inn kom sam­an í kvöld, fyrst og fremst til að ákveða hver tæki við embætt­um Áslaug­ar Örnu sem losnuðu þegar hún tók við embætti dóms­málaráðherra.

Vil­hjálm­ur Árna­son, þingmaður Suður­kjör­dæm­is, kem­ur í stað Áslaug­ar Örnu sem vara­formaður þing­flokks Sjálf­stæðis­flokks­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert