Í stuttbuxum á brún Skógafoss

00:00
00:00

Ljós­mynd­ir sem sýna karl­mann á stutt­bux­um stand­andi í straumn­um á brún Skóga­foss hafa vakið mikla at­hygli face­booksíðu Bak­lands ferðaþjón­ust­unn­ar.

Mynd­irn­ar birt­ust upp­haf­lega á síðunni Ice­land Q&A, en þar seg­ir Nora McMa­hon, ferðamaður­inn sem þær tók: „Hvað sem þið gerið, ekki vera þessi bjáni. Ég hélt ég yrði vitni að dauða hans í þeim sjálf­hverfa til­gangi að fá læk á In­sta­gram.“ Kveðst hún jafn­framt hafa vonað að hún yrði vitni að því er lög­regla tæki á móti hon­um er hann kæmi aft­ur niður á jafn­sléttu.

Hefði bara þurft smá stein til

Örlyg­ur Örn Örlygs­son, bíl­stjóri hjá Tra­vice, var stadd­ur með hóp ferðamanna við Skóga­foss í gær þegar maður­inn stóð á foss­brún­inni. Örlyg­ur seg­ir í sam­tali við mbl.is at­b­urðinn hafa átt sér stað á átt­unda tím­an­um í gær­kvöldi. „Það hefði bara þurft smá stein til að hann hefði dottið og þá hefði hann bara farið þarna niður.“

Örlyg­ur fékk af­hent mynd­skeið af mann­in­um uppi á foss­brún­inni frá ein­um sem sá til þeirra. Hann seg­ir mann­inn hafa verið í hópi fimm ungra er­lendra ferðamanna sem höfðu komið á bíla­leigu­bíl á staðinn. Hinir hafi ekki farið út á brún­ina líkt og þessi en fjór­ir þeirra hafi þó farið und­ir foss­inn þegar niður var komið.

„Þeir örguðu síðan eitt­hvað þarna und­ir foss­in­um,“ seg­ir Örlyg­ur. Þess má geta að þótt fólk sé vant að labba bak við Selja­lands­foss ger­ir maður slíkt ekki við Skóga­foss, sem er mun straum­h­arðari.

„Þegar þeir komu und­an foss­in­um gaf ég mig á tal við hann og sagði að hann ætti nú aðeins að hugsa sinn gang því hann gæti drepið sig á þessu, þetta væri það hættu­legt. Þá sagði hann að það skipti ekki máli, lífið væri bara áhætta,“ seg­ir Örlyg­ur og kveður mann­in­um hafa fund­ist þetta fyndið.

Mik­ill mann­fjöldi var við foss­inn og seg­ir Örlyg­ur öðrum ferðamönn­um, rétt eins og sér ekki hafa lit­ist á blik­una og sjálf­ur hafi hann velt fyr­ir sér hvort ekki væri hægt að hringja í lög­reglu eða eft­ir­litsaðila til að láta vita af þessu.

Frétt­in hef­ur verið upp­færð.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert