Skipulag verði auglýst að nýju

Hjólhýsi tengd við vatn og rotþró að Leyni í Landsveit.
Hjólhýsi tengd við vatn og rotþró að Leyni í Landsveit.

Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum í gær að skipulag við jarðirnar Leyni 2 og 3 yrði auglýst að nýju og kynningarferli hæfist á ný.

Nokkur umræða hefur verið að undanförnu vegna fyrirhugaðra framkvæmda á jörðunum, en nokkrir íbúar og sumarhúsaeigendur í nágrenninu hafa haft áhyggjur af umfangi fyrirhugaðs ferðamannaþorps sem eigandi jarðarinnar, Loo Eng Wah, hefur áformað að reisa þar.

Haraldur Eiríksson, formaður skipulags- og umferðarnefndar, segir að um fimm athugasemdir hafi borist vegna skipulagsins á Leyni 2 og 3, sem sé svipað og gengur og gerist í þessum málum. Hann segir að áform landeiganda þar hafi breyst. „Það hefur eitthvað dottið út og því er ástæða til að kynna þetta bara allt að nýju,“ segir Haraldur í  Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert