Áhrif á öryggi sjúklinga

Formaður hjúkrunarráðs óttast afleiðingar aðgerða á starfsemi Landspítalans.
Formaður hjúkrunarráðs óttast afleiðingar aðgerða á starfsemi Landspítalans. Árni Sæberg

„All­ar ákv­arðanir sem tekn­ar eru hafa áhrif á ör­yggi sjúk­linga. Vitað er og viður­kennt að mönn­un hjúkr­un­ar­fræðinga á spít­öl­um hef­ur áhrif á ör­yggi sjúk­linga. Góð mönn­un dreg­ur úr dán­ar­lík­um.“

Þetta seg­ir Marta Jóns­dótt­ir, formaður hjúkr­un­ar­ráðs Land­spít­al­ans, í Morg­un­blaðinu í dag. For­stjóri spít­al­ans vinn­ur að aðgerðum til hagræðing­ar vegna fyr­ir­sjá­an­legs halla­rekst­urs á ár­inu. Þær hafa ekki verið kynnt­ar nema að litlu leyti.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá heil­brigðisráðuneyt­inu er fjár­hags­staða spít­al­ans ekki eins slæm og hún sýnd­ist vera. Eft­ir sé að taka til­lit til milli­færslna úr safnliðum ráðuneyt­is­ins til spít­al­ans og viðbót­ar­greiðslna frá Sjúkra­trygg­ing­um. Einnig sé hugs­an­leg leiðrétt­ing vegna vanáætlaðra fjár­veit­inga vegna kjara­samn­inga. Það get­ur að mati ráðuneyt­is­ins dregið úr hall­an­um um tvo millj­arða. Eigi að síður sé út­lit fyr­ir rekstr­ar­halla.

Marta Jóns­dótt­ir bend­ir á að mönn­un spít­al­ans hafi ekki verið góð í mörg ár. Spít­al­inn hafi farið í ákveðnar aðgerðir fyr­ir tveim­ur árum til að reyna að bregðast við neyðarástandi vegna skorts á hjúkr­un­ar­fræðing­um. Aldrei hafi komið nein fjár­veit­ing út á þær aðgerðir. Nú fái spít­al­inn þau skila­boð í miðjum kjaraviðræðum að skera niður þess­ar auka­greiðslur. Hún ótt­ast af­leiðing­ar þess.

„Hlut­verk rík­is­valds­ins er að hafa þjóðar­sjúkra­húsið í lagi og það verður ekki í lagi nema með hjúkr­un­ar­fræðing­um,“ seg­ir Marta í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka