Auka framlög til aldraðra og styrkja heilsugæslu

Framlög til málefnasviða sem heyra undir heilbrigðisráðherra verða samkvæmt fjárlagafrumvarpi …
Framlög til málefnasviða sem heyra undir heilbrigðisráðherra verða samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs tæpir 260 milljarðar króna. Ljósmynd/Aðsend

Stór­auk­in fram­lög til þjón­ustu við aldraða, styrk­ing heilsu­gæsl­unn­ar, aukn­ir fjár­mun­ir til að lækka greiðsluþátt­töku sjúk­linga, efl­ing geðheil­brigðisþjón­ustu og aukið fé til að inn­leiða ný lyf. Eru þessi verk­efni og fleiri sögð „end­ur­spegla megin­á­hersl­ur fjár­laga­frum­varps­ins á sviði heil­brigðismála“. 

Eru fram­lög til mál­efna­sviða sem heyra und­ir heil­brigðisráðherra sam­kvæmt fjár­laga­frum­varpi næsta árs tæp­ir 260 millj­arðar króna. Þar af nema verðlags- og launa­bæt­ur rúm­um átta millj­örðum. Nem­ur aukn­ing­in um 8% frá fjár­lög­um þessa árs, eða sem svar­ar um 20 millj­örðum króna.

Heil­brigðisráðuneytið seg­ir heilsu­gæsl­una áfram verða í önd­vegi og unnið verði að því að efla hana sem fyrsta viðkomu­stað fólks í heil­brigðis­kerf­inu. Eru 200 millj­ón­ir króna merkt­ar því verk­efni. Einnig verður lögð áhersla á áfram­hald­andi upp­bygg­ingu geðheilsu­teyma um allt land. 650 millj­ón­ir króna fóru í rekst­ur þeirra í ár og verða á næsta ári 750 millj­ón­ir sett­ar í mála­flokk­inn.

Unnið að því að draga úr greiðsluþátt­töku sjúk­linga

Þá verður þjón­usta heilsu­gæsl­unn­ar við aldraða styrkt með 200 millj­ón­um króna sem eiga að fara í að inn­leiða heilsu­efl­andi heim­sókn­ir. Fram­lög til að bæta heil­brigðisþjón­ustu við fanga, þar með talda geðheil­brigðisþjón­ustu, hækka um 90 millj­ón­ir króna og þá fara 40 millj­ón­ir króna í reglu­bundna bólu­setn­ingu barna við hlaupa­bólu sem hefst á næsta ári.

Unnið verður að því að draga úr greiðsluþátt­töku sjúk­linga og nema með 300 millj­óna króna viðbótar­fram­lög­um á næsta ári. Er lækk­un greiðsluþátt­töku sögð vera af­ger­andi þátt­ur í því að tryggja jafnt aðgengi fólks að heil­brigðisþjón­ustu. „Hún þarf að verða áþekk því sem lægst ger­ist hjá hinum Norður­landaþjóðunum, eða á bil­inu 15-16%. Við stíg­um skref í þessa átt með auknu fram­lagi næsta árs og höld­um svo áfram af krafti með 800 millj­óna króna viðbótar­fram­lagi ár hvert næstu fjög­ur ár, sam­kvæmt fjár­mála­áætl­un rík­is­stjórn­ar­inn­ar,“ er haft eft­ir Svandísi Svavars­dótt­ur heil­brigðisráðherra í til­kynn­ing­unni.

Áhersla verður þá lögð á að fjölga sér­hæfðum dagdval­ar­rým­um fyr­ir fólk með heila­bil­un og áformað er að koma á fót sveigj­an­legri dagdvöl fyr­ir aldraða. Í sam­ræmi við áætl­un um upp­bygg­ingu hjúkr­un­ar­rýma er í fjár­laga­frum­varp­inu gert ráð fyr­ir að auka fram­lög til upp­bygg­ing­ar hjúkr­un­ar­rýma um 1,8 millj­arða á næsta ári.  

Eins verður upp­bygg­ing Land­spít­ala áfram í for­gangi og renna sam­tals um 8,5 millj­arðar króna til verk­efn­is­ins á næsta ári sam­kvæmt fjár­laga­frum­varp­inu. Það ár hefst upp­steypa meðferðar­kjarn­ans og einnig verður unnið að fullnaðar­hönn­un rann­sókna­húss­ins. Eins er í und­ir­bún­ingi að flýta upp­bygg­ingu dag- og göngu­deild­ar­húss við Hring­braut og þá verður ráðist í þarfagrein­ingu vegna þess á ár­inu með þátt­töku starfs­fólks Land­spít­ala.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka