Genís þróar lyf gegn tíðaverkjum

Líftæknifyrirtækið Genís á Siglufirði vinnur að lyfjarannsóknum gætu orðið að …
Líftæknifyrirtækið Genís á Siglufirði vinnur að lyfjarannsóknum gætu orðið að fullgildum lyfjum á komandi árum.

Líftæknifyrirtækið Genís á Siglufirði vinnur nú að lyfjarannsóknum sem Hilmar Bragi Janusson, forstjóri fyrirtækisins, hefur trú á að geti orðið að fullgildum lyfjum á komandi árum. Meðal þess sem nú er unnið að því að vinna bug á eru tíðaverkir kvenna en þróunarstarf á slíku lyfi er komið einna lengst á vettvangi fyrirtækisins.

Á sama tíma og lyfjarannsóknirnar þokast áfram hefur Genís uppi stór áform um mikinn vöxt í sölu fæðubótarefnisins Benecta sem notið hefur vinsælda hér á landi á síðustu árum. Hilmar Bragi segir fæðubótarmarkaðinn spennandi og þar séu mikil tækifæri.

Ætlunin er að nýta landvinninga Benecta til að undirbyggja frekari vöxt fyrirtækisins og þróun annarra tekjustrauma í lyfjaframleiðslu. Um þessar mundir vinnur fyrirtækið að því að sækja nýtt fjármagn inn í reksturinn en því er ætlað að undirbyggja sölu- og markaðsstarf, m.a. á stærstu mörkuðum Evrópu.

Hilmar Bragi er í ítarlegu viðtali við ViðskiptaMoggann í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert