Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flutti stefnuræðu sína á Alþingi klukkan 19.30 í kvöld. Nú standa yfir umræður um ræðuna.
Umræðurnar skiptast í þrjár umferðir, hver þingflokkur hefur 8 mínútur í fyrstu umferð, 5 mínútur í annarri umferð og 4 mínútur í þriðju umferð en forsætisráðherra hefur 16 mínútur til framsögu, að því er segir á vef Alþingis.
Hægt er að fylgjast með umræðunni hér fyrir neðan:
Röð flokkanna í öllum umferðum er eftirfarandi:
Ræðumenn fyrir Vinstrihreyfinguna – grænt framboð verða Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í fyrstu umferð, Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í annarri umferð og Kolbeinn Óttarsson Proppé, 6. þm. Reykjavíkurkjördæmis suður, í þriðju umferð.
Ræðumenn Miðflokksins verða í fyrstu umferð Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, 3. þingmaður Norðausturkjördæmis, Ólafur Ísleifsson, 10. þingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður, í annarri umferð og Birgir Þórarinsson, 3. þingmaður Suðurkjördæmis, í þriðju umferð.
Ræðumenn Samfylkingarinnar verða í fyrstu umferð Logi Einarsson, 5. þingmaður Norðausturkjördæmis, í annarri umferð Helga Vala Helgadóttir, 4. þingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður, og Oddný G. Harðardóttir, 6. þingmaður Suðurkjördæmis, í þriðju umferð.
Ræðumenn fyrir Sjálfstæðisflokkinn verða Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, í fyrstu umferð, Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, í annarri umferð og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra í þriðju umferð.
Fyrir Pírata tala Halldóra Mogensen, 11. þingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður, í fyrstu umferð, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, 4. þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður, í annarri umferð og Björn Leví Gunnarsson, 11. þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður, í þriðju.
Fyrir Framsóknarflokkinn tala Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, í fyrstu umferð, í annarri umferð Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, og í þriðju umferð Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra.
Ræðumenn Viðreisnar verða í fyrstu umferð Þorgerður K. Gunnarsdóttir, 7. þingmaður Suðvesturkjördæmis, í annarri Þorsteinn Víglundsson, 7. þingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður, og í þriðju umferð Jón Steindór Valdimarsson, 13. þingmaður Suðvesturkjördæmis.
Fyrir Flokk fólksins talar Inga Sæland, 8. þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður, í fyrstu og þriðju umferð en Guðmundur Ingi Kristinsson, 12. þingmaður Suðvesturkjördæmis, í annarri umferð.
Fréttin hefur verið uppfærð.