Í beinni: Umræður um stefnuræðu forsætisráðherra

Frá setningu Alþingis í gær. Í kvöld flytur Katrín Jakobsdóttir …
Frá setningu Alþingis í gær. Í kvöld flytur Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra stefnuræðu sína og í kjölfarið fara fram umræðum um hana. mbl.is/​Hari

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra flutti stefnuræðu sína á Alþingi klukk­an 19.30 í kvöld. Nú standa yfir umræður um ræðuna. 

Umræðurn­ar skipt­ast í þrjár um­ferðir, hver þing­flokk­ur hef­ur 8 mín­út­ur í fyrstu um­ferð, 5 mín­út­ur í ann­arri um­ferð og 4 mín­út­ur í þriðju um­ferð en for­sæt­is­ráðherra hef­ur 16 mín­út­ur til fram­sögu, að því er seg­ir á vef Alþing­is.

Hægt er að fylgj­ast með umræðunni hér fyr­ir neðan:

Röð flokkanna í öllum umferðum er eftirfarandi: 

  • Vinstrihreyfingin – grænt framboð
  • Miðflokkurinn
  • Samfylkingin
  • Sjálfstæðisflokkur
  • Píratar
  • Framsóknarflokkur
  • Viðreisn
  • Flokkur fólksins
Þingmennirnir 23 sem flytja ræður í kvöld í umræðum um …
Þingmennirnir 23 sem flytja ræður í kvöld í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, talar bæði í 1. og 3. umferð þar sem aðeins tveir þingmenn mynda þingflokk Flokks fólksins. Ljósmynd/Alþingi

Ræðumenn fyr­ir Vinstri­hreyf­ing­una – grænt fram­boð verða Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra í fyrstu um­ferð, Svandís Svavars­dótt­ir heil­brigðisráðherra í ann­arri um­ferð og Kol­beinn Ótt­ars­son Proppé, 6. þm. Reykja­vík­ur­kjör­dæm­is suður, í þriðju um­ferð.

Ræðumenn Miðflokks­ins verða í fyrstu um­ferð Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, 3. þingmaður Norðaust­ur­kjör­dæm­is, Ólaf­ur Ísleifs­son, 10. þingmaður Reykja­vík­ur­kjör­dæm­is norður, í ann­arri um­ferð og Birg­ir Þór­ar­ins­son, 3. þingmaður Suður­kjör­dæm­is, í þriðju um­ferð.

Ræðumenn Sam­fylk­ing­ar­inn­ar verða í fyrstu um­ferð Logi Ein­ars­son, 5. þingmaður Norðaust­ur­kjör­dæm­is, í ann­arri um­ferð Helga Vala Helga­dótt­ir, 4. þingmaður Reykja­vík­ur­kjör­dæm­is norður, og Odd­ný G. Harðardótt­ir, 6. þingmaður Suður­kjör­dæm­is, í þriðju um­ferð.

Ræðumenn fyr­ir Sjálf­stæðis­flokk­inn verða Þór­dís Kol­brún R. Gylfa­dótt­ir, ferðamála-, iðnaðar- og ný­sköp­un­ar­ráðherra, í fyrstu um­ferð, Kristján Þór Júlí­us­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, í ann­arri um­ferð og Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir dóms­málaráðherra í þriðju um­ferð.

Fyr­ir Pírata tala Hall­dóra Mo­gensen, 11. þingmaður Reykja­vík­ur­kjör­dæm­is norður, í fyrstu um­ferð, Þór­hild­ur Sunna Ævars­dótt­ir, 4. þingmaður Reykja­vík­ur­kjör­dæm­is suður, í ann­arri um­ferð og Björn Leví Gunn­ars­son, 11. þingmaður Reykja­vík­ur­kjör­dæm­is suður, í þriðju.

Fyr­ir Fram­sókn­ar­flokk­inn tala Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðherra, í fyrstu um­ferð, í ann­arri um­ferð Lilja Al­freðsdótt­ir, mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra, og í þriðju um­ferð Ásmund­ur Ein­ar Daðason, fé­lags- og barna­málaráðherra.

Ræðumenn Viðreisn­ar verða í fyrstu um­ferð Þor­gerður K. Gunn­ars­dótt­ir, 7. þingmaður Suðvest­ur­kjör­dæm­is, í ann­arri Þor­steinn Víg­lunds­son, 7. þingmaður Reykja­vík­ur­kjör­dæm­is norður, og í þriðju um­ferð Jón Stein­dór Valdi­mars­son, 13. þingmaður Suðvest­ur­kjör­dæm­is.

Fyr­ir Flokk fólks­ins tal­ar Inga Sæ­land, 8. þingmaður Reykja­vík­ur­kjör­dæm­is suður, í fyrstu og þriðju um­ferð en Guðmund­ur Ingi Krist­ins­son, 12. þingmaður Suðvest­ur­kjör­dæm­is, í ann­arri um­ferð.

Fréttin hefur verið uppfærð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert